Málsvarnarlaun lögmanna hækka verulega Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2015 13:12 Sveinn Andri Sveinsson. Vísir/Valli Málsvarnarlaun og þóknanir verjenda og réttargæslumanna í sakamálum hafa verið hækkuð með ákvörðun dómstólaráðs. Þetta kemur fram í tilkynningu dómstólaráðs um viðmiðunarreglur fyrir héraðsdómstólana, sem birt var í lok janúar. Vísir ræddi við hinn kunna lögmann Svein Andra Sveinsson, um þessa hækkun sem vakið hefur nokkra athygli. Sveinn Andri segir það rétt, mörgum virðist þetta mikil hækkun en það sljákki í mannskapnum þegar staðreyndirnar liggja fyrir.Málsvarnarlaun, ekki tímakaup Morgunblaðið greindi frá þessari ákvörðun ráðsins í morgun. Tímakaup verjenda fer úr 10 þúsund kr. í 16.500 kr. eða um 65 prósent og tekið er fram í reglunum að málsvarnarlaunin skuli aldrei vera lægri en 78.000 krónur, sem er hækkun úr 46.700 krónum. Fréttastofa ræddi við Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóra Lögmannafélagsins. Hann sagði eðlilegt að svo stórt stökk vekti athygli, ekki síst nú þegar kjaramál eru mjög í deiglunni, en tók fram að um væri að ræða löngu tímabæra leiðréttingu, þetta hefur verið óbreitt í tíu ár og í raun lengur. Þá væri misskilningur uppi; ekki er um að ræða tímatímalaun lögmanna heldur er um málsvarnarlaun að ræða. Þar er munur því litið er til reksturs lögmannastofu þeirrar sem um ræðir, lítill hluti eru laun sem slík. Lágmarksþóknun verjenda og réttargæslumanna fyrir að mæta við fyrirtöku hjá lögreglu eða dómara hækkar úr 20.000 kr. í 52.000 kr., sem er um 160 prósenta hækkun. Standi fyrirtaka lengur en í tvær klukkustundir greiðist hver byrjuð klukkustund fram yfir það með 16.500 krónum samkvæmt viðmiðunarreglum dómstólaráðs.Leiðrétting – ekki hækkun Sveinn Andri tekur í sama streng og Ingimar, þegar hann er spurður um þessa verulegu hækkun en lögmenn hafa hingað til verið taldir ágætlega settir með sitt? „Þetta er nú bara leiðrétting, í raun og veru, þó það hljómi eins og klisja. Ég bendi á að þessi taxti verjenda var 11.200 í ársbyrjun 2008. Útkallið var 34,200, ef ég man rétt. Þetta var svo lækkað einhliða með reglugerð haustið 2009. Umreiknum þetta með verðlagsforsendum yfir í þessa 16,500 krónur sem er tímagjaldið núna, þá er ég ekkert viss um að hækkunin sé mjög mikil,“ segir Sveinn en tekur fram að hann sé nú ekki mikill reiknimeistari. Lögmaðurinn bendir jafnframt á að hafa verði í huga að annars vegar sé þetta tímagjald miklu lægra en tíðkast í öðrum lögmannsverkefnum. Það hafi verið upplegg í okkar samfélagi að sakborningar í sakamálum eigi rétt á verjanda og ríkið leggi út fyrir þóknun verjendanna. „Það er þá nauðsynlegt að einhverjir lögmenn fáist í þessi störf aðrir en þeir sem eru nýútskrifaðir. Þetta tímagjald og þessi þóknun verður að vera með þeim hætti.“Engin ofrausn Sveinn segir að sumir lögmenn séu að rukka 30 þúsund á tímann í einkamálum. „Það blasir við að samanburðurinn er óhagstæður.“ Sveinn Andri fylgist vel með samfélagsumræðunni og hann segist hafa orðið var við hneykslun vegna þessarar hækkunar. „Eitthvað aðeins. En þegar kynnt er fyrir fólkinu hversu lítil hækkunin er, og þetta er leiðrétting, held ég nú að það sljákki í fólki. Taxtinn var lágur í ársbyrjun 2008. Þetta er engin ofrausn og ég veit ekki hver verðbólgan hefur verið á þessum tíma?“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Málsvarnarlaun og þóknanir verjenda og réttargæslumanna í sakamálum hafa verið hækkuð með ákvörðun dómstólaráðs. Þetta kemur fram í tilkynningu dómstólaráðs um viðmiðunarreglur fyrir héraðsdómstólana, sem birt var í lok janúar. Vísir ræddi við hinn kunna lögmann Svein Andra Sveinsson, um þessa hækkun sem vakið hefur nokkra athygli. Sveinn Andri segir það rétt, mörgum virðist þetta mikil hækkun en það sljákki í mannskapnum þegar staðreyndirnar liggja fyrir.Málsvarnarlaun, ekki tímakaup Morgunblaðið greindi frá þessari ákvörðun ráðsins í morgun. Tímakaup verjenda fer úr 10 þúsund kr. í 16.500 kr. eða um 65 prósent og tekið er fram í reglunum að málsvarnarlaunin skuli aldrei vera lægri en 78.000 krónur, sem er hækkun úr 46.700 krónum. Fréttastofa ræddi við Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóra Lögmannafélagsins. Hann sagði eðlilegt að svo stórt stökk vekti athygli, ekki síst nú þegar kjaramál eru mjög í deiglunni, en tók fram að um væri að ræða löngu tímabæra leiðréttingu, þetta hefur verið óbreitt í tíu ár og í raun lengur. Þá væri misskilningur uppi; ekki er um að ræða tímatímalaun lögmanna heldur er um málsvarnarlaun að ræða. Þar er munur því litið er til reksturs lögmannastofu þeirrar sem um ræðir, lítill hluti eru laun sem slík. Lágmarksþóknun verjenda og réttargæslumanna fyrir að mæta við fyrirtöku hjá lögreglu eða dómara hækkar úr 20.000 kr. í 52.000 kr., sem er um 160 prósenta hækkun. Standi fyrirtaka lengur en í tvær klukkustundir greiðist hver byrjuð klukkustund fram yfir það með 16.500 krónum samkvæmt viðmiðunarreglum dómstólaráðs.Leiðrétting – ekki hækkun Sveinn Andri tekur í sama streng og Ingimar, þegar hann er spurður um þessa verulegu hækkun en lögmenn hafa hingað til verið taldir ágætlega settir með sitt? „Þetta er nú bara leiðrétting, í raun og veru, þó það hljómi eins og klisja. Ég bendi á að þessi taxti verjenda var 11.200 í ársbyrjun 2008. Útkallið var 34,200, ef ég man rétt. Þetta var svo lækkað einhliða með reglugerð haustið 2009. Umreiknum þetta með verðlagsforsendum yfir í þessa 16,500 krónur sem er tímagjaldið núna, þá er ég ekkert viss um að hækkunin sé mjög mikil,“ segir Sveinn en tekur fram að hann sé nú ekki mikill reiknimeistari. Lögmaðurinn bendir jafnframt á að hafa verði í huga að annars vegar sé þetta tímagjald miklu lægra en tíðkast í öðrum lögmannsverkefnum. Það hafi verið upplegg í okkar samfélagi að sakborningar í sakamálum eigi rétt á verjanda og ríkið leggi út fyrir þóknun verjendanna. „Það er þá nauðsynlegt að einhverjir lögmenn fáist í þessi störf aðrir en þeir sem eru nýútskrifaðir. Þetta tímagjald og þessi þóknun verður að vera með þeim hætti.“Engin ofrausn Sveinn segir að sumir lögmenn séu að rukka 30 þúsund á tímann í einkamálum. „Það blasir við að samanburðurinn er óhagstæður.“ Sveinn Andri fylgist vel með samfélagsumræðunni og hann segist hafa orðið var við hneykslun vegna þessarar hækkunar. „Eitthvað aðeins. En þegar kynnt er fyrir fólkinu hversu lítil hækkunin er, og þetta er leiðrétting, held ég nú að það sljákki í fólki. Taxtinn var lágur í ársbyrjun 2008. Þetta er engin ofrausn og ég veit ekki hver verðbólgan hefur verið á þessum tíma?“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira