Segir Ragnheiði hafa hótað að ná í frú Vigdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2015 15:00 Jóhannes V. Reynisson, Ragnheiður Haraldsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir. Vísir Jóhannes V. Reynisson, betur þekktur sem Blái Naglinn, segir Krabbameinsfélag Íslands hafa haldið uppi stanslausum árásum á Bláa naglann með aðstoð ýmissa stofnana og félagasamtaka í samfélaginu undanfarnar vikur. Jóhannes segir ástæðu árásanna vera átak Bláa naglans við krabbameini í ristli þar sem senda átti öllum þeim sem verða fimmtugir á næstu þremur árum ókeypis heimapróf. Í pistli sem Jóhannes ritar á Vísi í dag rifjar Jóhannes upp eigin baráttu við krabbamein í blöðruhálsi sem hann hafði betur í. Sem kunnugt er tók hann upp á myndavél hvert skref í baráttunni við krabbamein og var afraksturinn sýndur í heimildarmyndinni Blái naglinn. Hann hafi viljað vekja athygli á sjúkdómnum sem fellir um fimmtíu íslenska karlmenn á hverju ári. Jóhannes segist hafa fengið fund með Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins, en eftir honum hafi hann þó þurft að bíða í sex vikur. Þar hafi hann kynnt það sem hann var að undirbúa og þar á meðal heimaprófin. „Þar var samþykkt að grafa stríðsöxina,“ segir Jóhannes um fund sinn með formanni og forstjóra Krabbameinsfélagsins.Skothríðin hófst „En þau biðu þangað til átakið hófst og þá voru byssurnar hlaðnar, miðað á Bláa naglann og skothríðin hófst. Það átti að kafnegla Bláa naglann.“ Jóhannes er ósáttur við fullyrðingar þess efnis að prófið sé ekki nægilega næmt til að greina krabbamein í ristli. Það komi skýrt fram í bæklingi með prófinu. „Þær leiðbeiningar eru þær sömu og Krabbameinsfélag Íslands gefur konum sem þreifa sjálfar á brjóstum sínum í leit að brjóstakrabbameini. Á mannamáli þýðir þetta að kona sem þreifar brjóst sín og finnur ekki neitt sem bendir til krabbameins þarf að fara í rannsóknir til að vera örugg. Ítrekuð skilaboð Krabbameinsfélagsins um sjálfsskoðun kvenna hefur aukið vitund kvenna um brjóstakrabbamein og hvatt þær til að fara í skoðun. Á sama hátt vildi Blái naglinn vekja athygli á ristilkrabbameini þar sem skilaboðin voru; taktu prófið en farðu til læknis til frekari skoðunar þrátt fyrir að prófið sýni neikvæða niðurstöðu.“Af hverju eru prófin seld í apótekum? Blái naglinn segir Krabbameinsfélagið hafa sett Landlæknisembættið á víglínuna en embætttið var meðal þeirra sem vöruðu við prófinu til hópleitar. „Það vekur athygli mína að þessi sömu heimapróf og embættið gagnrýnir eru seld í íslenskum apótekum. Hvers vegna hefur Landlæknisembættið ekki bannað sölu á þessum prófum?“ spyr Jóhannes. Hann hrósar þrekvirki Krabbameinsfélagsins í vitundarvakningu á krabbameini hjá konum. Sú vakning sé bleik. Blái naglinn hafi það að markmiði að gera hið sama hjá körlum. „Að vekja athygli á krabbameini hjá körlum og hvetja stjórnvöld til að hefja reglulega leit að krabbameini hjá körlum líkt og gert er hjá konum. Þess má geta að ég var hvatamaður að þingsályktunartillögu Jóns Gunnarssonar um að hefja skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini.“ Þá segir Jóhannes árásir Krabbmeinsfélagsins á Bláa naglann góðgerðapólitík af verstu sort „þar sem öllum aðferðum er beitt til að ná í peninga frá almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum. Skilaboðin eru einföld; þið getið ekki treyst Bláa naglanum - treystið okkur og gefið okkur peninga.“Salan stöðvuð og frú Vigdís fékk að horfa Rifjar Jóhannes upp þegar hann upplifði umrædda góðgerðapólitík í fyrsta skipti á forsýningu heimildarmyndarinnar Blái naglinn í Hörpu í mars 2012. „Þar voru nokkrir félagar í Framför að selja Bláa naglann fyrir sýningu myndarinnar. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands reiddist þegar hún sá að verið var að selja Bláa nagla í mottumarsmánuðinum - þetta væri hennar mánuður. Ragnheiður hótaði því að ná í frú Vigdísi Finnbogadóttur verndara Krabbameinsfélags Íslands og yfirgefa Hörpuna ef ekki yrði hætt að selja Bláa naglann á staðnum. Salan var stöðvuð og frú Vigdís fékk að horfa á forsýninguna.“ Jóhannes segist ætla að halda áfram að berjast fyrir vitundarvakningu á krabbameini í körlum og ætlar hann á næstum dögum að nóska formlega eftir upplýsingum úr bókhaldi Krabbameinsfélags Íslands um það hvort og þá hvernig fjármunir sem félagið safnar í nafni karlmanna nýtist þeirra baráttu. „Ég óska Krabbameinsfélagi Íslands alls hins besta í framtíðinni en vona að þetta áhrifamikla og mikilvæga félag stundi baráttu sína af heiðarleika en ekki með árásum.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Jóhannes V. Reynisson, betur þekktur sem Blái Naglinn, segir Krabbameinsfélag Íslands hafa haldið uppi stanslausum árásum á Bláa naglann með aðstoð ýmissa stofnana og félagasamtaka í samfélaginu undanfarnar vikur. Jóhannes segir ástæðu árásanna vera átak Bláa naglans við krabbameini í ristli þar sem senda átti öllum þeim sem verða fimmtugir á næstu þremur árum ókeypis heimapróf. Í pistli sem Jóhannes ritar á Vísi í dag rifjar Jóhannes upp eigin baráttu við krabbamein í blöðruhálsi sem hann hafði betur í. Sem kunnugt er tók hann upp á myndavél hvert skref í baráttunni við krabbamein og var afraksturinn sýndur í heimildarmyndinni Blái naglinn. Hann hafi viljað vekja athygli á sjúkdómnum sem fellir um fimmtíu íslenska karlmenn á hverju ári. Jóhannes segist hafa fengið fund með Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins, en eftir honum hafi hann þó þurft að bíða í sex vikur. Þar hafi hann kynnt það sem hann var að undirbúa og þar á meðal heimaprófin. „Þar var samþykkt að grafa stríðsöxina,“ segir Jóhannes um fund sinn með formanni og forstjóra Krabbameinsfélagsins.Skothríðin hófst „En þau biðu þangað til átakið hófst og þá voru byssurnar hlaðnar, miðað á Bláa naglann og skothríðin hófst. Það átti að kafnegla Bláa naglann.“ Jóhannes er ósáttur við fullyrðingar þess efnis að prófið sé ekki nægilega næmt til að greina krabbamein í ristli. Það komi skýrt fram í bæklingi með prófinu. „Þær leiðbeiningar eru þær sömu og Krabbameinsfélag Íslands gefur konum sem þreifa sjálfar á brjóstum sínum í leit að brjóstakrabbameini. Á mannamáli þýðir þetta að kona sem þreifar brjóst sín og finnur ekki neitt sem bendir til krabbameins þarf að fara í rannsóknir til að vera örugg. Ítrekuð skilaboð Krabbameinsfélagsins um sjálfsskoðun kvenna hefur aukið vitund kvenna um brjóstakrabbamein og hvatt þær til að fara í skoðun. Á sama hátt vildi Blái naglinn vekja athygli á ristilkrabbameini þar sem skilaboðin voru; taktu prófið en farðu til læknis til frekari skoðunar þrátt fyrir að prófið sýni neikvæða niðurstöðu.“Af hverju eru prófin seld í apótekum? Blái naglinn segir Krabbameinsfélagið hafa sett Landlæknisembættið á víglínuna en embætttið var meðal þeirra sem vöruðu við prófinu til hópleitar. „Það vekur athygli mína að þessi sömu heimapróf og embættið gagnrýnir eru seld í íslenskum apótekum. Hvers vegna hefur Landlæknisembættið ekki bannað sölu á þessum prófum?“ spyr Jóhannes. Hann hrósar þrekvirki Krabbameinsfélagsins í vitundarvakningu á krabbameini hjá konum. Sú vakning sé bleik. Blái naglinn hafi það að markmiði að gera hið sama hjá körlum. „Að vekja athygli á krabbameini hjá körlum og hvetja stjórnvöld til að hefja reglulega leit að krabbameini hjá körlum líkt og gert er hjá konum. Þess má geta að ég var hvatamaður að þingsályktunartillögu Jóns Gunnarssonar um að hefja skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini.“ Þá segir Jóhannes árásir Krabbmeinsfélagsins á Bláa naglann góðgerðapólitík af verstu sort „þar sem öllum aðferðum er beitt til að ná í peninga frá almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum. Skilaboðin eru einföld; þið getið ekki treyst Bláa naglanum - treystið okkur og gefið okkur peninga.“Salan stöðvuð og frú Vigdís fékk að horfa Rifjar Jóhannes upp þegar hann upplifði umrædda góðgerðapólitík í fyrsta skipti á forsýningu heimildarmyndarinnar Blái naglinn í Hörpu í mars 2012. „Þar voru nokkrir félagar í Framför að selja Bláa naglann fyrir sýningu myndarinnar. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands reiddist þegar hún sá að verið var að selja Bláa nagla í mottumarsmánuðinum - þetta væri hennar mánuður. Ragnheiður hótaði því að ná í frú Vigdísi Finnbogadóttur verndara Krabbameinsfélags Íslands og yfirgefa Hörpuna ef ekki yrði hætt að selja Bláa naglann á staðnum. Salan var stöðvuð og frú Vigdís fékk að horfa á forsýninguna.“ Jóhannes segist ætla að halda áfram að berjast fyrir vitundarvakningu á krabbameini í körlum og ætlar hann á næstum dögum að nóska formlega eftir upplýsingum úr bókhaldi Krabbameinsfélags Íslands um það hvort og þá hvernig fjármunir sem félagið safnar í nafni karlmanna nýtist þeirra baráttu. „Ég óska Krabbameinsfélagi Íslands alls hins besta í framtíðinni en vona að þetta áhrifamikla og mikilvæga félag stundi baráttu sína af heiðarleika en ekki með árásum.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira