Innlent

Fátækustu börnin ekki með

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Hér má glöggt greina aðstöðumun barna þegar kemur að tómstundastarfi. Fátækustu börnin eru ekki með.
Hér má glöggt greina aðstöðumun barna þegar kemur að tómstundastarfi. Fátækustu börnin eru ekki með. Mynd: Hagstofan
Nýjar tölur Hagstofunnar greina frá því að fátækt barna sé í rénun. Hins vegar greinist mikill aðstöðumunur barna þegar kemur að tómstundastarfi.

Árið 2014 var tæpur þriðjungur barna á Íslandi ekki í reglulegu tómstundastarfi en árið 2009 var hlutfallið 14,3%.

37% barna í lægsta fimmungi tekjudreifingarinnar ekki í reglulegri tómstundaiðju samanborið við 18,5% í hæsta fimmtungnum. Það á einnig við um 45,1% barna foreldra sem aðeins höfðu lokið grunnnámi samanborið við 27,5% barna foreldra sem höfðu lokið háskólanámi. Hér gefur að líta rannsókn Hagstofunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×