Fleiri fréttir

Veiðar leyfðar á rjúpu í tólf daga

Fyrsti rjúpnaveiðidagurinn í ár verður 24. október. Veiðidagar verða tólf talsins og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 24. október til 16. nóvember.

Myndir vikunnar á Vísi

Hlæjandi selur, hestar í flugvél og rauð sólarupprás var á meðal þess sem sannarlega var tilefni til að taka mynd af í vikunni sem nú er að líða.

„Spítali verður ekki rekinn án lækna“

Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna. Heilbrigðisráðherra segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin.

Öndunarfæralyf rjúka út á Austurlandi

Sala öndunarfæralyfja hefur stóraukist á Austurlandi frá því gosið í Holuhrauni hófst. Aukningin er hátt í fimmtíu prósent á Reyðarfirði þar sem hún er mest.

Nokkuð um umferðalagabrot

Brot 51 ökumanns var myndað á Álftanesvegi í gær en fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álftanesveg í austurátt, við Gálgahraunsveg.

Samstarf um öfluga atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu

Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands um samstillt átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun.

Óheilnæmt loft yfir Suðurlandi

Sjálfvirkur loftgæðamælir í Þjórsárdal sýnir nú að brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu er komið yfir 2000 míkrógrömm á rúmmetra.

Selur við fyrirsætustörf í Kópavogi

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Kópavogsbúi með meiru, var á ferðinni í Kópavogi og heilsaði upp á selinn sem var hinn vinalegasti.

Merkingar hjá tveimur sundlaugum í ólagi

Verðmerkingum í Árbæjarlaug og Vesturbæjarlaug er ábótavant og gætu sundlaugarnar átt yfir höfði sér sekt að því er fram kemur á vef Neytendastofu.

Óskar hættir hjá Mogganum

Óskar Magnússon útgefandi Morgunblaðsins hefur boðað að hann ætli að láta af störfum hjá fyrirtækinu Árvakri.

Verðlaus bréf fyrir hundruð milljóna seld í miðju hruni

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt að þrotabú IceCapital skuli fá greiddar um 520 milljónir króna vegna ýmissa ráðstafana með fé félagsins eftir hrunið. Upphæðin er þó einungis brot af kröfum sem lýst var í búið.

Óttast fjöldamorð í Kobani

Fimm til sjö hundruð gamalmenni sitja föst í borginni og Sameinuðu þjóðirnar óttast um líf þeirra falli borgin í hendur IS.

Fyrsti blindi nemandinn nemur við Bifröst

„Ég valdi Bifröst vegna stærðar skólans sem hentar mér mjög vel, þar sem ég get gengið stuttar vegalengdir í allt sem ég þarf,“ segir Mitchel Snel.

Eygló á fund fjárlaganefndar vegna Háholts

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, hefur boðað Eygló Harðardóttur velferðarráðherra á fund fjárlaganefndar vegna meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði.

Játaði heimilsofbeldi

Fékk fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á eiginkonu sína á stigagangi í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ.

Mátti ekki segja frá tilvist dagbókar

Skólastjóri dæmdur til að greiða fyrrverandi nemanda hálfa milljón eftir að hafa upplýst saksóknara, sem ákærði eiginmann hennar fyrir kynferðisbrot, um tilvist dagbókar stúlkunnar sem kærði brotið.

Óbreytt ástand við Bárðarbungu

Jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu heldur sínu striki eins og verið hefur, en sex skjálftar um og yfir fjórum að stærð hafa orðið síðasta sólarhringinn.

Friðarsúlan lýsir á ný

Stúlkurnar tvær horfðu hugfangnar á tendrun friðarsúlunnar sem fór fram undir stjörnubjörtum himni í Viðey í gærkvöld. Fyrst var kveikt á súlunni í október 2007.

Orðspor MS beðið hnekki síðustu daga

Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda telur orðspor Mjólkursamsölunnar hafa beðið hnekki. Mjólkuriðnaðurinn verði að endurheimta traust almennings. Fara þurfi í saumana á mjólkurframleiðslukerfinu. Ekkert sé heilagt í þeim efnum.

Hundruð milljóna í Sundlaug Akureyrar

Sundlaugarsvæðið á Akureyri mun taka stakkaskiptum nái hugmyndir framkvæmdaráðs Akureyrar fram að ganga. Fyrirhugað er að fjölga heitum laugum, laga allt yfirborð sundlaugarsvæðisins og fjárfesta í nýrri rennibraut fyrir sundlaugargesti. Framkvæmdum við svæðið mun ekki ljúka fyrr en á árinu 2017.

Smjörið nýtist enn innanhúss

Mjólkursamsalan tók ákvörðun mjög fljótlega um að nýta aðeins hluta þess smjörs sem hún flutti inn frá Írlandi til íblöndunar í ostaframleiðslu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS.

Sjá næstu 50 fréttir