Innlent

Merkingar hjá tveimur sundlaugum í ólagi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, og félagar þurfa að laga verðmerkingar.
Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, og félagar þurfa að laga verðmerkingar. Vísir/GVA
Verðmerkingum í Árbæjarlaug og Vesturbæjarlaug er ábótavant og gætu sundlaugarnar átt yfir höfði sér sekt að því er fram kemur á vef Neytendastofu.

Starfsmenn Neytendastofu fóru í sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu í september til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir með annarri heimsókn í þær fimm laugar sem höfðu fengið áminningu í fyrri könnun.

Forsvarsmenn Grafarvogslaugar, Lágafellslaugar og Laugardalslaugar höfðu bætt úr merkingum ólíkt forsvarsmönnum Árbæjarlaugar og Vesturbæjarlaugar.

Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli þessar tvær sundlaugar sektum fyrir að virða að vettugi fyrirmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbætur á ástandi verðmerkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×