Fleiri fréttir

Landeigendur við Geysi krefjast tryggingar vegna hagnaðarmissis

Að meðaltali koma fimmtíu þúsund manns á mánuði, og ef gert er ráð fyrir að helmingur meðaltalsins, tuttugu og fimm þúsund manns, hafi heimsótt svæðið þann tíma sem gjaldtaka stóð, hafi landeigendur haft fimmtán milljónir upp úr krafsinu.

Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli

Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið.

Tíu þúsund íslensk börn búa við fátækt

Sextán prósent íslenskra barna búa við fátækt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save The Children, í Evrópu þar sem fátækt barna í álfunni er kortlögð. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir vandamálið falið hér á landi.

Segja klámið sem þeir deila vera íslenskt

Á vefsíðu á netinu er klámi dreift sem fullyrt er að sé íslenskt. Svo virðist sem notendur síðunnar sæki í íslenskt klám. „Hún er íslensk. Alla vega stynur hún ójá... á íslensku,“ segir einn notandi síðunnar.

Svæði í verndarflokki verði látin í friði

Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla tilraunum stjórnvalda og orkufyrirtækja til að fá svæði í verndarflokki endurmetin í 3. áfanga rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er hvött til að virða tillögur um endurmat að vettugi.

Allt gert til að verja störf á Húsavík

Bæjaryfirvöld í Norðurþingi ætla að taka upp viðræður við eigendur Vísis um kaup á fasteignum og veiðiheimildum. Starfsfólk Vísis á Húsavík er 6% vinnuafls í bænum.

Listamenn á Húsavík fá inni í verbúðunum

„Tilgangurinn með samningnum er að lífga upp á mannlíf á svæðinu og styðja við menningu og skapandi greinar,“ segir í tilkynningu frá menningarsviði Norðurþings.

Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa

Tæp 28 prósent borgarbúa myndu kjósa Samfylkinguna ef kosningar til borgarstjórnar færu fram nú. Um 25 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Förgun salernisrusls kostar 32 milljónir

Dömubindi, smokkar, blautþurrkur og annað rusl sem íbúarnir sturta niður stíflar vélar fráveitu Orkuveitunnar. Förgun slíks úrgangs kostar 32 milljónir í ár. Orkuveitan undirbýr nú herferð til að fræða almenning um hvert ruslið á að fara.

Loku ekki skotið fyrir sameiningu enn að mati rektors

Menntamálaráðuneytið hefur ekki enn skrifað upp á niðurskurðaráform sem lögð voru fram í nýrri fjárhagsáætlun Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um mánaðamótin. Gæti þýtt að sameining við Háskólann sé enn á borðinu, segir rektor.

Hálka og krap á fjallvegum

Hálka og krapi eru víða á fjallvegum norðvestanlands og þar sem Veðurstofan spáir stormi, eða meira en 20 metrum á sekúndu á þessum slóðum og á hálendinu eitthvað fram á daginn, geta akstursskilyrði verið varasöm.

Fimm búsetukjarnar fyrir fatlaða

Borgarráð hefur samþykkt áætlun um byggingu fimm nýrra búsetukjarna fyrir fatlað fólk með miklar og sértækar þjónustuþarfir.

Þátttakendur óskuðu eftir rýmri tíma

Frestur til að skila inn tillögum um heildarskipulag fyrir Háskólavæðið hefur verið framlengdur um rúmar tvær vikur, eða til 12. maí. Áætlað er að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir í byrjun júní.

Neytendastofa kemst ekki út á land

Neytendastofa hefur ekki sinnt skyldum sínum um eftirlit utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Stofnunin hefur eftirlit með verðmerkingum og mælitækjum. Verðum að fá fé til að sinna skyldum okkar, segir forstjórinn.

Nektarmyndir af stúlkum á fermingaraldri á spjallsíðu

Erlend spjallsíða hefur að geyma myndir af fáklæddum íslenskum stúlkum sem eru allt niður í fjórtán ára. Lögregla rannsakar málið og reynir að fá síðunni lokað. Alvarlegt brot gegn réttindum barns segir framkvæmdastjóri Barnaheilla.

„Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll“

„Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins.

Norðurþing vill kaupa starfsemi Vísis

Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings.

Sjá næstu 50 fréttir