„Auðvitað er ég vongóð“ – Frábært ef ég ætti systkini og fjölskyldu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. apríl 2014 12:54 Fjölmargir hafa sett sig í samband við Lindu Rut Sigríðardóttur sem leitar blóðföður síns. Linda Rut er fædd í ágúst 1989 en eins og fram kom á Vísi í gær komst hún að því að sá sem hún hafði talið blóðurföður sinn var það ekki. Linda fór þá að grennslast fyrir og fékk að vita það að faðir hennar heitir Richard Guildford og vann í verbúð í Súðavík á árunum 1987 til 1989. Hann er breskur og fæddur árið 1959. Hún biðlaði til fólks í gegnum Facebook-síðu sína að hjálpa sér við leitina að Richard. Fjölskylda Lindu, mamma hennar, móðursystir, amma og afi aðstoða Lindu við leitina. „Það má eiginlega segja að þetta sé eitt stórt fjölskylduverkefni,“ segir Linda. Bretar búsettir bæði hér á landi og í Bretlandi hafa haft samband við Lindu og sömuleiðis fjöldi Íslendinga búsettir í Bretlandi. „Ein kona sem hafði samband benti mér á að hann byggi fyrir utan London og að hann væri frá bænum Bath,“ segir Linda. Önnur kona sem þekkti hann einu sinni hafði líka samband og sagði Lindu ýmsar upplýsingar um hann. „Við erum komin með rosalega mikið af upplýsingum sem við erum að fara í gegnum. Næst ætlum við að hafa samband við utanríkisþjónustuna og hagstofuna. Við erum sko ekki hætt,“ segir Linda. Þeim hefur einnig verið bent á að hafa samband við fréttastofu Sun í Bretlandi. Jafnframt hefur henni verið sagt frá þætti sem sýndur er í Bretlandi sem sameinar fjölskyldur. „Ég man ekki alveg hvað hann heitir en mér var bent á að hafa samband, þau hefðu eflaust áhuga.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um að hitta föður sinn eða fá einhverjar upplýsingar um hann segist hún hafa lesið þær ráðleggingar, á síðu fyrir börn og aðra í leit að ættingjum sínum, að gera sér ekki of miklar vonir. „Það væri frábært að fá bara einhverjar upplýsingar, hvort hann er enn á lífi eða ekki. Líka að komast að því hvort ég eigi kannski einhver systkini eða fjölskyldu, sem væri þá frábært að fá að kynnast,“ segir Linda. „Þannig að jú, auðvitað er ég vongóð. Ég ætla allavega að halda í vonina.“ Post by Linda Rut. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Fjölmargir hafa sett sig í samband við Lindu Rut Sigríðardóttur sem leitar blóðföður síns. Linda Rut er fædd í ágúst 1989 en eins og fram kom á Vísi í gær komst hún að því að sá sem hún hafði talið blóðurföður sinn var það ekki. Linda fór þá að grennslast fyrir og fékk að vita það að faðir hennar heitir Richard Guildford og vann í verbúð í Súðavík á árunum 1987 til 1989. Hann er breskur og fæddur árið 1959. Hún biðlaði til fólks í gegnum Facebook-síðu sína að hjálpa sér við leitina að Richard. Fjölskylda Lindu, mamma hennar, móðursystir, amma og afi aðstoða Lindu við leitina. „Það má eiginlega segja að þetta sé eitt stórt fjölskylduverkefni,“ segir Linda. Bretar búsettir bæði hér á landi og í Bretlandi hafa haft samband við Lindu og sömuleiðis fjöldi Íslendinga búsettir í Bretlandi. „Ein kona sem hafði samband benti mér á að hann byggi fyrir utan London og að hann væri frá bænum Bath,“ segir Linda. Önnur kona sem þekkti hann einu sinni hafði líka samband og sagði Lindu ýmsar upplýsingar um hann. „Við erum komin með rosalega mikið af upplýsingum sem við erum að fara í gegnum. Næst ætlum við að hafa samband við utanríkisþjónustuna og hagstofuna. Við erum sko ekki hætt,“ segir Linda. Þeim hefur einnig verið bent á að hafa samband við fréttastofu Sun í Bretlandi. Jafnframt hefur henni verið sagt frá þætti sem sýndur er í Bretlandi sem sameinar fjölskyldur. „Ég man ekki alveg hvað hann heitir en mér var bent á að hafa samband, þau hefðu eflaust áhuga.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um að hitta föður sinn eða fá einhverjar upplýsingar um hann segist hún hafa lesið þær ráðleggingar, á síðu fyrir börn og aðra í leit að ættingjum sínum, að gera sér ekki of miklar vonir. „Það væri frábært að fá bara einhverjar upplýsingar, hvort hann er enn á lífi eða ekki. Líka að komast að því hvort ég eigi kannski einhver systkini eða fjölskyldu, sem væri þá frábært að fá að kynnast,“ segir Linda. „Þannig að jú, auðvitað er ég vongóð. Ég ætla allavega að halda í vonina.“ Post by Linda Rut.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira