Innlent

L-listinn á Akureyri kynntur

Bjarki Ármannsson skrifar
Frambjóðendur L-listans. Matthías er svartklæddur fyrir miðju.
Frambjóðendur L-listans. Matthías er svartklæddur fyrir miðju. Mynd/L-listinn
Framboðslisti L-listans, bæjarlista Akureyrar, fyrir komandi sveitastjórnarkosningar var samþykktur í kvöld.

Matthías Rögnvaldsson kerfisfræðingur skipar efsta sæti listans en hann hefur gengt ýmsum nefndarstörfum fyrir bæinn ásamt því að vera einn skipuleggjenda Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar.

L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu bæjarstjórnarkosningum en fengi aðeins tvo fulltrúa kjörna ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri könnun Háskólabrúar Keilis á Akureyri.

Framboðslistann í heild sinni má sjá hér:



  1. Matthías Rögnvaldsson – Framkvæmdastjóri,  42 ára
  2. Silja Dögg Baldursdóttir – Markaðsfulltrúi,  31 árs
  3. Dagur Fannar Dagsson – Hugbúnaðarráðgjafi, 35 ára
  4. Tryggvi Þór Gunnarsson – Bæjarfulltrúi/ Sölumaður, 48 ára
  5. Eva Reykjalín –Viðskiptafræðingur/ Danskennari, 38 ára
  6. Hólmdís Benediktsdóttir – Leikskólakennari, 41 árs
  7. Jóhann Gunnar Sigmarsson – Deildarstjóri, 33 ára
  8. Víðir Benediktsson – Skipstjóri/ Blikksmiður, 54 ára
  9. Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir – Nemi, 20 ára
  10. Ágúst Torfi Hauksson – Ráðgjafi, 40 ára
  11. Geir Kr. Aðalsteinsson – Rekstrarstjóri, 39 ára
  12. Birna Baldursdóttir – Íþróttafræðingur, 33 ára
  13. Inda Björk Gunnarsdóttir – Bæjarfulltrúi/ Leikskólastjóri, 43 ára
  14. Þorvaldur Sigurðsson – Netagerðarmaður, 39 ára
  15. Dusanka Kotaras – Matráður, 47 ára
  16. Ingimar Ragnarsson – Verkstjóri, 47 ára
  17. Dagný Þóra Baldursdóttir – Iðjuþjálfi, 38 ára
  18. Rósa Matthíasdóttir – Jógakennari, 39 ára
  19. Halldór Kristinn Harðarson – Nemi, 20 ára
  20. Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir – Rekstrarfræðingur,  48 ára
  21. Sigurður Guðmundsson – Verslunarmaður, 45 ára
  22. Oddur Helgi Halldórsson – Bæjarfulltrúi/ Atvinnurekandi, 55 ára



Fleiri fréttir

Sjá meira


×