Förgun salernisrusls kostar 32 milljónir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. apríl 2014 10:07 Hér sést rusl sem síað hefur verið frá skólpinu. fréttablaðið/vilhelm Kostnaður fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur vegna förgunar fasts rusls sem íbúarnir sturta niður um salernin og taka þarf úr dæluhjólum fráveitunnar verður ef fram fer sem horfir 32 milljónir króna á þessu ári. Orkuveitan undirbýr nú herferð til að fræða almenning um hverju ekki megi fleygja á þennan hátt. „Þetta er stórt vandamál hjá okkur og fer vaxandi. Sorpa hætti að taka á móti þessum úrgangi til urðunar í ár. Kostnaðurinn hefur verið átta milljónir króna á ári vegna urðunar en mun fjórfaldast á þessu ári þar sem nú þarf að farga úrganginum með öðrum hætti,“ greinir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, frá.Eiríkur HjálmarssonAð sögn Eiríks sturta Íslendingar niður fjórfalt meira magni af því sem ekki á að fara þá leið en Svíar. „Þeir hafa farið í herferðir til að draga úr þessu með þeim árangri að það hefur minnkað um þrjá fjórðuhluta. Ef við náum sama árangri ættum við að geta komist niður í átta milljóna kostnað á ári á ný.“ Eiríkur bendir á að allt fasta ruslið endi ekki í dæluhjólum fráveitunnar. „Þetta stíflar einnig lagnir og heimtaugar sem íbúarnir bera sjálfir ábyrgð á. Þar með getur það verið sjálfskaparvíti að sturta niður blautþurrkum, dömubindum, tíðatöppum, eyrnatöppum, bómullarhnoðrum, smokkum, einnota trefjaklútum sem notaðir eru til þrifa og öðru föstu rusli.“ Stefán Kjartansson, verkstjóri fráveitu Orkuveitunnar, segir framangreindu sturtað niður í miklu magni. „Vélarnar okkar stíflast og bila. Það sem íbúarnir sturta niður á hverjum degi hleðst upp í dæluhjólunum. Við erum að taka upp dælu tvisvar til þrisvar sinnum í viku út af þessu. Við höfum einnig fundið gólfmoppur í dælum og þvottapoka. Það kemur alltaf einn og einn svoleiðis.“ Eitt af því versta sem kemur í kerfin er steikingarfeiti, að því er Stefán greinir frá. „Fita á ekki að fara í vaskinn. Það á að láta hana harðna og fleygja henni í sorpið en ekki skólpið.“ Meðal þess sem rekið hefur á fjörur starfsmanna fráveitunnar eru falskar tennur, kreditkort og farsímar. „Það er greinilegt að þessa hluti hefur fólk misst í klósettið.“Óvæntasti fundurinn var skrautfiskur„Hann ber þess merki að hafa farið í gegnum eina dælistöð. Það vantar á hann augun. Þau hafa slitnað af vegna straumhraðans,“ segir Stefán Kjartansson um japanska skrautfiskinn Undra sem starfsmenn fundu fyrir sex árum. Stefán segir hann óvæntasta fundinn í fráveitunni. Fiskurinn lifir enn ágætislífi. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Kostnaður fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur vegna förgunar fasts rusls sem íbúarnir sturta niður um salernin og taka þarf úr dæluhjólum fráveitunnar verður ef fram fer sem horfir 32 milljónir króna á þessu ári. Orkuveitan undirbýr nú herferð til að fræða almenning um hverju ekki megi fleygja á þennan hátt. „Þetta er stórt vandamál hjá okkur og fer vaxandi. Sorpa hætti að taka á móti þessum úrgangi til urðunar í ár. Kostnaðurinn hefur verið átta milljónir króna á ári vegna urðunar en mun fjórfaldast á þessu ári þar sem nú þarf að farga úrganginum með öðrum hætti,“ greinir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, frá.Eiríkur HjálmarssonAð sögn Eiríks sturta Íslendingar niður fjórfalt meira magni af því sem ekki á að fara þá leið en Svíar. „Þeir hafa farið í herferðir til að draga úr þessu með þeim árangri að það hefur minnkað um þrjá fjórðuhluta. Ef við náum sama árangri ættum við að geta komist niður í átta milljóna kostnað á ári á ný.“ Eiríkur bendir á að allt fasta ruslið endi ekki í dæluhjólum fráveitunnar. „Þetta stíflar einnig lagnir og heimtaugar sem íbúarnir bera sjálfir ábyrgð á. Þar með getur það verið sjálfskaparvíti að sturta niður blautþurrkum, dömubindum, tíðatöppum, eyrnatöppum, bómullarhnoðrum, smokkum, einnota trefjaklútum sem notaðir eru til þrifa og öðru föstu rusli.“ Stefán Kjartansson, verkstjóri fráveitu Orkuveitunnar, segir framangreindu sturtað niður í miklu magni. „Vélarnar okkar stíflast og bila. Það sem íbúarnir sturta niður á hverjum degi hleðst upp í dæluhjólunum. Við erum að taka upp dælu tvisvar til þrisvar sinnum í viku út af þessu. Við höfum einnig fundið gólfmoppur í dælum og þvottapoka. Það kemur alltaf einn og einn svoleiðis.“ Eitt af því versta sem kemur í kerfin er steikingarfeiti, að því er Stefán greinir frá. „Fita á ekki að fara í vaskinn. Það á að láta hana harðna og fleygja henni í sorpið en ekki skólpið.“ Meðal þess sem rekið hefur á fjörur starfsmanna fráveitunnar eru falskar tennur, kreditkort og farsímar. „Það er greinilegt að þessa hluti hefur fólk misst í klósettið.“Óvæntasti fundurinn var skrautfiskur„Hann ber þess merki að hafa farið í gegnum eina dælistöð. Það vantar á hann augun. Þau hafa slitnað af vegna straumhraðans,“ segir Stefán Kjartansson um japanska skrautfiskinn Undra sem starfsmenn fundu fyrir sex árum. Stefán segir hann óvæntasta fundinn í fráveitunni. Fiskurinn lifir enn ágætislífi.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira