Fleiri fréttir

Átta á hausinn á korteri við Gullfoss

Mannslíf og heilsa er í húfi segir ferðamálafulltrúi Bláskógabyggðar í ákalli til sveitarstjórnarmanna um að bæta öryggi ferðamanna á fjölsóttum stöðum. Mjög hafi fjölgað ferðafólki að vetrarlagi og það fljúgi á höfuðið á flughálum stígum.

Ríkið rannsaki og kæri málverkafalsanir

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Vilhjálmur Bjarnason úr Sjálfstæðisflokki standa saman að þingsályktunartillögu um ráðstafanir gegn málverkafölsunum.

Mega færa jökulós um þrjá kílómetra

Landsvirkjun ætlar nú í janúar og febrúar að færa ós Lagarfljóts um þrjá kílómetra til suðurs og til þess horfs sem hann var jafnan áður.

Stöðvaðir á stolnum bíl í Kópavogi

Lögreglumenn stöðvuðu bíl í Kópavogi í nótt þar sem hann svaraði til lýsingar á bíl, sem var stolið í síðustu viku. Kom þá í ljós að þetta var umræddur bíll, en þjófurinn hafði skipt um númeraplötur, sem hann hafði stolið af öðrum bíl.

„Það þarf að horfast í augu við vandann“

Formaður Félags grunnskólakennara segir að auka þurfi fjármagn til grunnskóla eða bakka með hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar ef vel á að takast að styðja börn á gráu svæði.

Mýtan um heimsins besta vatn ósönnuð

Vatnaskýrsla Umhverfisstofnunar sannar að frekari rannsókna á vatnsgæðum á Íslandi er þörf. Óvissa er um gæði vatns á 36 stöðum á landinu – stórum sem smáum. Í fyrsta sinn eru vatnsgæði á Íslandi mæld á sama hátt og gert er í Evrópu.

Mikil snjóflóðahætta á Austfjörðum

Veðurstofan telur nú mikla snjóflóðahættu á Austfjörðum, og hefur þar með hækkað hættuna um eitt stig, eða úr nokkukrri hættu, eins og gildir fyrir norðanverða Vestfirði og utanverðan Tröllaskaga.

Reykvíkingar salta

Borgarbúar sækja sér salt og sand í hvervastöðvar Reykjavíkurborgar.

Fjölskyldum stúlknanna nóg boðið

Daði Freyr Kristjánsson sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nema tvær sjö ára stúlkur á brott úr strætóskýli við verslun Krónunnar í Árbæ í janúar á síðasta ári hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.

Hinn alþjóðlegi Eyjafjallajökull

Opnunarmynd franskrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík heitir nafni sem flestir eiga erfitt með að bjóða fram. Þetta er franska myndin Eyjafjallajökull.

Þorgrímur Þráinsson fékk neitun í 25.sinn

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sótti um starfslaun listamanna í 26.sinn á síðasta ári. Hann hefur einu sinni fengið 6 mánaða starfslaun en 25 sinnum hefur umsókn hans verið hafnað.

Súludans í Grindavík

Undanfarnar vikur hefur verið stiginn tignarlegur súludans við höfnina í Grindavík. Þar hefur verið mikið um síld og hafa hundruð eða þúsundir súlna elt hana í leit að æti.

Nafn stúlkunnar sem lést

Stúlkan sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal síðastliðinn sunnudag hét Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir.

Ráðherrann engin súkkulaðikleina

"Mér dettur ekki í hug að segja að hæstvirtur ráðherra sé súkkulaðikleina,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.

ASÍ varar sveitarfélög við hækkunum

Gylfi Arnbjörnsson hefur sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum, annars muni ASÍ fjalla um þau á heimasíðu sinni með áberandi hætti.

„Ráðherra ætti að biðjast afsökunar“

Jón Steindór Valdimarsson segir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ætti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um að ESB eyði meira í kynningar á sér en Coca Cola.

Tveir árgangar af síld ófundnir

Umtalsvert magn af smásíld mældist í Hvammsfirði, en tveir árgangar af síld eru ófundnir og töluvert vantar í veiðistofninn miðað við síðasta ár.

Mun ekki endurskoða lög um kynjakvóta á vorþingi

Iðnaðarráðherra ítrekar að ekki hefur verið tekin ákvörðun um endurskoðun laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, sem tóku gildi í september á síðasta ári. Hún segir ekkert launungarmál að hún hafi verið andvíg lagasetningunni.

Emírinn í Dúbaí býður íslenskum víkingum á hátíð

Emírinn í Dúbaí býður 400 víkingum á víkingahátíð í Dúbaí. Fimmtán íslenskir víkingar fara á hátíðina. Munum berjast bæði á þurru landi og á sjó segir jarl Rimmugýgjar. Verður lengsta ferðalag íslenskra nútímavíkinga á víkingahátíð.

Íslendingur dæmdur í fangelsi fyrir að skalla mann á þorrablóti í Noregi

Íslendingur var á dögunum dæmdur í hálfsársfangelsi í Björgvin í Noregi fyrir að skalla samlanda sinn á Þorrablóti í febrúar á síðasta ári. Greint er frá málinu í norska blaðinu Bergensavisen og þar segir að maðurinn hafi látið ófriðlega á blótinu og sérstaklega verið dónalegur í garð konu einnar.

Konur sjaldnar í skimun vegna leghálskrabbameins

Skimun fyrir leghálskrabbameini verður framvegis fyrir konur á aldrinum 23 ára til 65 ára í stað 20 ára til 69 ára eins og verið hefur. Jafnframt var gerð sú breyting að í stað þess að konur fari í leit annað hvert ár verða þær boðaðar til leitar á þriggja ára fresti.

Ökumaður flutningabíls á gjörgæslu

Slökkviliðsmönnum tókst með snarræði að koma í veg fyrir mengunarslys eftir að flutningabíll fauk út af veginum á móts við Vallá á Kjalarnesi snemma í gærkvöldi og hafnaði á hliðinni.

Ráðist á konu í undirgöngum í Mjódd

Ráðist var á konu í undirgöngum við Árskóga í Breiðholti laust fyrir klukkan ellelfu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn, sem er ungur, hrinti henni og rændi af henni farsímanum.

Sjá næstu 50 fréttir