Mun ekki endurskoða lög um kynjakvóta á vorþingi Eva Bjarnadóttir skrifar 14. janúar 2014 09:30 Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja tóku gildi 1. september 2013. Fréttablaðið/Stefán „Mig langar að ítreka að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fara fram með endurskoðun á þessum lögum. Mér þykir rétt að afla mér upplýsinga frá aðilum innan atvinnulífsins um hvernig löggjöfin er að virka, en málið verður ekki tekið fyrir á vorþinginu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Fréttablaðið sagði frá því að ráðherra hefði boðað til fundar með fulltrúum atvinnulífsins til þess að kynna sér ólík sjónarmið um lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, sem tóku gildi síðastliðið haust. „Það er ekkert launungarmál að ég var andvíg lagasetningunni og á þeim tíma voru margir andvígir henni. En ég heyri núna að menn eru víða í atvinnulífinu hlynntir þessu, aðrir vilja lagfæra lögin og enn aðrir eru enn þá mótfallnir þeim,“ segir Ragnheiður. Spurð hvaða hugmyndir séu uppi um breytingar á lögunum segir Ragnheiður þær varða meðal annars umfang laganna, það er fjölda starfsmanna og umsvif fyrirtækja. „Ýmsir telja þetta vera of smá fyrirtæki. Oft er um að ræða fjölskyldufyrirtæki sem eru bara með einkafjármagn og þykir sumum lögin vera óþarfa inngrip í slík fyrirtæki. Aðrir vilja sjá þetta í almennum hlutafélögum, opinberum hlutafélögum og stærri fyrirtækjum,“ segir hún. Rúmir fjórir mánuðir eru síðan lögin tóku gildi, en ráðherra segir ekki of stutt liðið til að meta áhrif þeirra. „Það er orðið langt síðan lögin voru sett og fyrirtækin hafa haft rúman aðlögunartíma. Mín skoðun í þessu máli er ekki aðalmálið, heldur vil ég sem ábyrgðarmaður þessara laga tryggja að lögin geri okkur gagn. Þetta snýst ekki bara um hausafjöldann, heldur trúa margir – og ég líka – að fjölbreytileiki í stjórnum fyrirtækja sé af hinu góða. Spurningin er bara hvernig við náum þessu markmiði,“ svarar Ragnheiður. Komi fram áhugi á að endurskoða lögin, segir Ragnheiður það ekki verða á þessu þingi. Þó geti verið lítil sem stór atriði sem menn séu sammála um að þurfi að laga.Höskuldur Þórhallsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.Studdi lögin „Ég sé ekkert að því að halda fund. Það er okkar hlutverk hér. Ég hef ekki meira um það að segja á þessari stundu. Ég studdi lögin á sínum tíma og yrði bara að kanna hvað kæmi út úr þessari skoðun ráðherra áður en ég tæki afstöðu til þess,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar.Ummæli með ólíkindum „Það er með ólíkindum er að ráðherra tali um konur í stjórnum íslenskra fyrirtækja sem súkkulaðikleinur. Þau ummæli dæma sig sjálf. Fram komu mismunandi skoðanir á sínum tíma, en þegar lögin tóku gildi virtist almenn eining um að jákvætt væri fyrir íslenskt atvinnulíf að fjölga til muna konum í stjórnum fyrirtækja,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.Gefa þarf meiri tíma „Mér finnst þetta sérkennilegt þar sem lögin eru rétt gengin í gildi. Fyrst er ástæða til að gefa þeim tíma til að virka. Það er búið að fara margsinnis í gegnum þessa umræðu og sífellt fleiri lönd velja að fara þessa leið. Annað hvort bíðum við í tvö hundruð ár eða gerum eitthvað núna,“ Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.Málið á dagskrá óháð kynjakvóta „Við mætum til fundar við ráðherra sem hefur alltaf verið mjög skýr í sinni afstöðu. Að hún ætli að skoða málið er bara gott og gilt. Fjölbreytileiki í stjórnum er á dagskrá, kynjakvóti eða ekki kynjakvóti. En ég myndi líta það alvarlegum augum ef ráðherra ætlaði að afnema lögin núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
„Mig langar að ítreka að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fara fram með endurskoðun á þessum lögum. Mér þykir rétt að afla mér upplýsinga frá aðilum innan atvinnulífsins um hvernig löggjöfin er að virka, en málið verður ekki tekið fyrir á vorþinginu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Fréttablaðið sagði frá því að ráðherra hefði boðað til fundar með fulltrúum atvinnulífsins til þess að kynna sér ólík sjónarmið um lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, sem tóku gildi síðastliðið haust. „Það er ekkert launungarmál að ég var andvíg lagasetningunni og á þeim tíma voru margir andvígir henni. En ég heyri núna að menn eru víða í atvinnulífinu hlynntir þessu, aðrir vilja lagfæra lögin og enn aðrir eru enn þá mótfallnir þeim,“ segir Ragnheiður. Spurð hvaða hugmyndir séu uppi um breytingar á lögunum segir Ragnheiður þær varða meðal annars umfang laganna, það er fjölda starfsmanna og umsvif fyrirtækja. „Ýmsir telja þetta vera of smá fyrirtæki. Oft er um að ræða fjölskyldufyrirtæki sem eru bara með einkafjármagn og þykir sumum lögin vera óþarfa inngrip í slík fyrirtæki. Aðrir vilja sjá þetta í almennum hlutafélögum, opinberum hlutafélögum og stærri fyrirtækjum,“ segir hún. Rúmir fjórir mánuðir eru síðan lögin tóku gildi, en ráðherra segir ekki of stutt liðið til að meta áhrif þeirra. „Það er orðið langt síðan lögin voru sett og fyrirtækin hafa haft rúman aðlögunartíma. Mín skoðun í þessu máli er ekki aðalmálið, heldur vil ég sem ábyrgðarmaður þessara laga tryggja að lögin geri okkur gagn. Þetta snýst ekki bara um hausafjöldann, heldur trúa margir – og ég líka – að fjölbreytileiki í stjórnum fyrirtækja sé af hinu góða. Spurningin er bara hvernig við náum þessu markmiði,“ svarar Ragnheiður. Komi fram áhugi á að endurskoða lögin, segir Ragnheiður það ekki verða á þessu þingi. Þó geti verið lítil sem stór atriði sem menn séu sammála um að þurfi að laga.Höskuldur Þórhallsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.Studdi lögin „Ég sé ekkert að því að halda fund. Það er okkar hlutverk hér. Ég hef ekki meira um það að segja á þessari stundu. Ég studdi lögin á sínum tíma og yrði bara að kanna hvað kæmi út úr þessari skoðun ráðherra áður en ég tæki afstöðu til þess,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar.Ummæli með ólíkindum „Það er með ólíkindum er að ráðherra tali um konur í stjórnum íslenskra fyrirtækja sem súkkulaðikleinur. Þau ummæli dæma sig sjálf. Fram komu mismunandi skoðanir á sínum tíma, en þegar lögin tóku gildi virtist almenn eining um að jákvætt væri fyrir íslenskt atvinnulíf að fjölga til muna konum í stjórnum fyrirtækja,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.Gefa þarf meiri tíma „Mér finnst þetta sérkennilegt þar sem lögin eru rétt gengin í gildi. Fyrst er ástæða til að gefa þeim tíma til að virka. Það er búið að fara margsinnis í gegnum þessa umræðu og sífellt fleiri lönd velja að fara þessa leið. Annað hvort bíðum við í tvö hundruð ár eða gerum eitthvað núna,“ Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.Málið á dagskrá óháð kynjakvóta „Við mætum til fundar við ráðherra sem hefur alltaf verið mjög skýr í sinni afstöðu. Að hún ætli að skoða málið er bara gott og gilt. Fjölbreytileiki í stjórnum er á dagskrá, kynjakvóti eða ekki kynjakvóti. En ég myndi líta það alvarlegum augum ef ráðherra ætlaði að afnema lögin núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira