Konur sjaldnar í skimun vegna leghálskrabbameins Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. janúar 2014 07:30 vísir/Vilhelm Skimun fyrir leghálskrabbameini verður framvegis fyrir konur á aldrinum 23 ára til 65 ára í stað 20 ára til 69 ára eins og verið hefur. Jafnframt var gerð sú breyting að í stað þess að konur fari í leit annað hvert ár verða þær boðaðar til leitar á þriggja ára fresti. Um áramótin síðustu tók í gildi nýr þjónustusamningur milli Krabbameinsfélags Íslands við Sjúkratryggingar Íslands sem felur þetta meðal annars í sér. Rökin fyrir því að lækka aldurinn úr 69 í 65 ár er að tilfellum leghálskrabbameins fer fækkandi með hækkandi aldri kvenna og fjölda eðlilegra fyrri skoðana . „Ef kona finnur fyrir einhverjum sérstökum einkennum þá henni ráðlagt að leita til kvensjúkdómalæknis,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, segir að breytingarnar snúist ekki um að spara pening heldur fyrst og fremst að leita jafnvægis milli þess að gera gagn og valda ekki skaða. Flest nágrannalönd okkar hafa svipaðan hátt á. Svíar og Danir byrja að leita við 23 ára aldur, Norðmenn og Englendingar við 25 ára aldur. Skotar hækki sitt aldursmark upp í 25 ára næstu áramót. Í Englandi er síðan hætt að leita að krabbameininu við 60 ára og eftir fimmtugt er aðeins leitað á fimm ára fresti. „Ekkert land leitar að veirunni hjá konum eldri en 65 ára svo ég viti til,“ segir Kristján.Tíðni krabbameins hjá ungum konum ekki há Það er afar mikilvægt að konur mæti í leghálskrabbameinsleit á aldrinum 23 til 65 ára. Tíðnin á krabbameininu sé aðeins og 1 á móti 24 þúsund hjá konum á aldrinum 20 til 24 ára. Þessi tegund krabbameins sjáist aðeins á margra ára fresti. Það er því um algjör undantekningartilvik að ræða þegar ungar konur greinast með leghálskrabbamein. Leghálskrabbamein og frumubreytingarnar verða vegna HPV veirunnar sem smitast við kynlíf. Um 80 prósent kvenna smitast af veirunni á fyrstu tveimur árunum eftir að þær byrja að stunda kynlíf. Hjá helmingi þeirra kvenna hverfur veiran eða sýkingin á hálfu ári og á tveimur til þremur árum hefur sýkingin gengið til baka hjá 90 prósent kvenna. Það séu því um tíu prósent kvenna sem séu með viðvarandi sýkingar og það eru þær sem eru í mestri hættu á því að fá krabbamein. Eftir sextugt er algengi HPV sýkinga innan við fimm prósent. Það orsakast meðal annars af því að líkaminn losi sig við veiruna í flestum tilvikum. Einnig eru konur þá oft búnar að vera lengi í sama sambandi og það skipti máli. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Skimun fyrir leghálskrabbameini verður framvegis fyrir konur á aldrinum 23 ára til 65 ára í stað 20 ára til 69 ára eins og verið hefur. Jafnframt var gerð sú breyting að í stað þess að konur fari í leit annað hvert ár verða þær boðaðar til leitar á þriggja ára fresti. Um áramótin síðustu tók í gildi nýr þjónustusamningur milli Krabbameinsfélags Íslands við Sjúkratryggingar Íslands sem felur þetta meðal annars í sér. Rökin fyrir því að lækka aldurinn úr 69 í 65 ár er að tilfellum leghálskrabbameins fer fækkandi með hækkandi aldri kvenna og fjölda eðlilegra fyrri skoðana . „Ef kona finnur fyrir einhverjum sérstökum einkennum þá henni ráðlagt að leita til kvensjúkdómalæknis,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, segir að breytingarnar snúist ekki um að spara pening heldur fyrst og fremst að leita jafnvægis milli þess að gera gagn og valda ekki skaða. Flest nágrannalönd okkar hafa svipaðan hátt á. Svíar og Danir byrja að leita við 23 ára aldur, Norðmenn og Englendingar við 25 ára aldur. Skotar hækki sitt aldursmark upp í 25 ára næstu áramót. Í Englandi er síðan hætt að leita að krabbameininu við 60 ára og eftir fimmtugt er aðeins leitað á fimm ára fresti. „Ekkert land leitar að veirunni hjá konum eldri en 65 ára svo ég viti til,“ segir Kristján.Tíðni krabbameins hjá ungum konum ekki há Það er afar mikilvægt að konur mæti í leghálskrabbameinsleit á aldrinum 23 til 65 ára. Tíðnin á krabbameininu sé aðeins og 1 á móti 24 þúsund hjá konum á aldrinum 20 til 24 ára. Þessi tegund krabbameins sjáist aðeins á margra ára fresti. Það er því um algjör undantekningartilvik að ræða þegar ungar konur greinast með leghálskrabbamein. Leghálskrabbamein og frumubreytingarnar verða vegna HPV veirunnar sem smitast við kynlíf. Um 80 prósent kvenna smitast af veirunni á fyrstu tveimur árunum eftir að þær byrja að stunda kynlíf. Hjá helmingi þeirra kvenna hverfur veiran eða sýkingin á hálfu ári og á tveimur til þremur árum hefur sýkingin gengið til baka hjá 90 prósent kvenna. Það séu því um tíu prósent kvenna sem séu með viðvarandi sýkingar og það eru þær sem eru í mestri hættu á því að fá krabbamein. Eftir sextugt er algengi HPV sýkinga innan við fimm prósent. Það orsakast meðal annars af því að líkaminn losi sig við veiruna í flestum tilvikum. Einnig eru konur þá oft búnar að vera lengi í sama sambandi og það skipti máli.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira