Innlent

Ráðist á konu í undirgöngum í Mjódd

Fréttablaðið/Vilhelm
Ráðist var á konu í undirgöngum við Árskóga í Breiðholti laust fyrir klukkan ellelfu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn, sem er ungur, hrinti henni og rændi af henni farsímanum.

Síðan hvarf hann á braut og er ófundinn. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort konan meiddist, en hún var á leið á næturvakt.

Þá var erlendur maður handtekinn um miðnæturbil, eftir að hafa stolið sér yfirhöfn úr fatahengi á veitingastað. Hann var í annarlegu ástandi og neitaði að gefa upp nafn og á hvaða gististað hann dveldi, svo hann var vistaðru í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×