„Ráðherra ætti að biðjast afsökunar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 11:29 Jón Steindór Valdimarsson vill að Gunnar Bragi biðjist afsökunar á ummælum sínum. „Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
„Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira