Innlent

Nafn stúlkunnar sem lést

Samúel Karl Ólason skrifar
Stúlkan sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal síðastliðinn sunnudag hét Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir, búsett á Sauðárkróki. Hún var sextán ára gömul, fædd 18. janúar 1997, og var nemandi við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

Á vef Feykis er sagt frá því að í morgun hafi vinir Önnu Jónu staðið fyrir minningarathöfn við Fjölbrautaskólann, þar sem ljósastígur var myndaður með friðarkertum frá bóknámshúsi að verknámshúsi. Nemendur Árskóla og Fjölbrautaskólans tóku þátt í athöfninni, ásamt starfsfólki og fleiri bæjarbúum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×