ASÍ varar sveitarfélög við hækkunum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 13:18 Gylfi vill að sveitarfélög falli frá gjaldskrárhækkunum. Vísir/GVA „Við munum beita öllum þeim þrýstingi sem við getum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands. Hann hefur nú sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum. Niðurlag bréfsins vekur óneitanlega athygli: „Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“ Gylfi segist ekki vita hvort það eigi að túlka þetta sem hótun. „Við teljum mikilvægt að ná breiðri þátttöku í því átaki að halda verðbólgunni niðri og tryggja stöðugleika. Mörg sveitarfélög hafa fallið frá gjaldskrárhækkunum og tekið þátt í átakinu. En önnur hafa ekki gert það. Við biðlum til þeirra að hætta við gjaldskrárhækkanirnar. Ef ekki, þá munum við upplýsa um það á heimasíðu okkar.“ Gylfi segir mikilvægt að kjósendur séu upplýstir á þennan hátt. „Ef menn vilja ekki taka þátt í þessu átaki þá verða þeir að rökstyðja það. Við munum upplýsa kjósendur og neytendur um þá sem hækka verð. Sjáðu til, verðbólga er afleiðing ákvarðanna margra. Menn þurfa að sýna ábyrgð í hækkunum. Ég held, til dæmis, að sveitarfélög hagnist meira á því að verðbólgan lækki um eitt prósent en að hækka gjöld á sorphirðu og fleira slíkt,“ útskýrir Gylfi. Hann segir ASÍ muni veita öllum aðhald. Fyrirtæki, ríkisstofnanir og allir sem séu með þjónustu sem snúa að almenningi. „Mér finnst þetta ekki eiga síður við verslanir en sveitarfélög. Við höfum hvatt verslunarmenn að útskýra fyrir okkur af hverju þeir hækka verð. Neytandinn á rétt á því að vita hvort birginn var að hækka verðið á mjólkinni eða súkkulaðinu sem hann keypti, eða hvort það var verslunarmaðurinn. Neytendur eiga rétt á því að fá þessar upplýsingar,“ segir Gylfi. Hér má lesa bréfið sem Gylfi sendi forsvarsmönnum sveitarfélaga, í heild sinni:Ágæti viðtakandi.Efni: Gjaldskrárhækkanir Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru þann 21. desember síðastliðinn er að verðbólga verði lág þannig tryggja megi stöðugleika og aukinn kaupmátt. Um þessa áherslur var samstaða meðal samningaaðila og stjórnvöld tóku undir mikilvægi þeirra.Í umræddum kjarasamningi sammæltust atvinnurekendur og launafólk um aðgerðir til að styðja við markmið um aukin kaupmátt, minni verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga í efnahagslífinu. Meðal þeirra er að fyrirtæki og stjórnvöld gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum. Eigi þetta að ganga eftir þurfa fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög að axla ábyrgð og sýna samstöðu með því að halda aftur af verðhækkunum.Sveitarfélög og fyrirtæki hafa mörg brugðist vel við kallinu en því miður berast nú fréttir af gjaldskrárhækkunum fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélaganna. Þessar hækkanir munu skila sér út í verðlag og hafa áhrif á vísitölu neysluverðs. Þær ganga því þvert á markmiðum nýgerðra kjarasamninga og ógna þeim stöðugleika og kaupmáttaraukningu sem þeim er ætlað að tryggja.Fyrir hönd íslenskra launafólks vil ég skora á þig og samverkamenn þína í stjórn sveitarfélagsins að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins. Hafi það verið gert hvet ég ykkur til að endurskoða þá ákvörðun og draga umræddar hækkanir til baka nú þegar.Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.Með von um skjót og góð viðbrögðVirðingarfyllst, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
„Við munum beita öllum þeim þrýstingi sem við getum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands. Hann hefur nú sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum. Niðurlag bréfsins vekur óneitanlega athygli: „Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“ Gylfi segist ekki vita hvort það eigi að túlka þetta sem hótun. „Við teljum mikilvægt að ná breiðri þátttöku í því átaki að halda verðbólgunni niðri og tryggja stöðugleika. Mörg sveitarfélög hafa fallið frá gjaldskrárhækkunum og tekið þátt í átakinu. En önnur hafa ekki gert það. Við biðlum til þeirra að hætta við gjaldskrárhækkanirnar. Ef ekki, þá munum við upplýsa um það á heimasíðu okkar.“ Gylfi segir mikilvægt að kjósendur séu upplýstir á þennan hátt. „Ef menn vilja ekki taka þátt í þessu átaki þá verða þeir að rökstyðja það. Við munum upplýsa kjósendur og neytendur um þá sem hækka verð. Sjáðu til, verðbólga er afleiðing ákvarðanna margra. Menn þurfa að sýna ábyrgð í hækkunum. Ég held, til dæmis, að sveitarfélög hagnist meira á því að verðbólgan lækki um eitt prósent en að hækka gjöld á sorphirðu og fleira slíkt,“ útskýrir Gylfi. Hann segir ASÍ muni veita öllum aðhald. Fyrirtæki, ríkisstofnanir og allir sem séu með þjónustu sem snúa að almenningi. „Mér finnst þetta ekki eiga síður við verslanir en sveitarfélög. Við höfum hvatt verslunarmenn að útskýra fyrir okkur af hverju þeir hækka verð. Neytandinn á rétt á því að vita hvort birginn var að hækka verðið á mjólkinni eða súkkulaðinu sem hann keypti, eða hvort það var verslunarmaðurinn. Neytendur eiga rétt á því að fá þessar upplýsingar,“ segir Gylfi. Hér má lesa bréfið sem Gylfi sendi forsvarsmönnum sveitarfélaga, í heild sinni:Ágæti viðtakandi.Efni: Gjaldskrárhækkanir Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru þann 21. desember síðastliðinn er að verðbólga verði lág þannig tryggja megi stöðugleika og aukinn kaupmátt. Um þessa áherslur var samstaða meðal samningaaðila og stjórnvöld tóku undir mikilvægi þeirra.Í umræddum kjarasamningi sammæltust atvinnurekendur og launafólk um aðgerðir til að styðja við markmið um aukin kaupmátt, minni verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga í efnahagslífinu. Meðal þeirra er að fyrirtæki og stjórnvöld gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum. Eigi þetta að ganga eftir þurfa fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög að axla ábyrgð og sýna samstöðu með því að halda aftur af verðhækkunum.Sveitarfélög og fyrirtæki hafa mörg brugðist vel við kallinu en því miður berast nú fréttir af gjaldskrárhækkunum fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélaganna. Þessar hækkanir munu skila sér út í verðlag og hafa áhrif á vísitölu neysluverðs. Þær ganga því þvert á markmiðum nýgerðra kjarasamninga og ógna þeim stöðugleika og kaupmáttaraukningu sem þeim er ætlað að tryggja.Fyrir hönd íslenskra launafólks vil ég skora á þig og samverkamenn þína í stjórn sveitarfélagsins að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins. Hafi það verið gert hvet ég ykkur til að endurskoða þá ákvörðun og draga umræddar hækkanir til baka nú þegar.Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.Með von um skjót og góð viðbrögðVirðingarfyllst, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira