ASÍ varar sveitarfélög við hækkunum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 13:18 Gylfi vill að sveitarfélög falli frá gjaldskrárhækkunum. Vísir/GVA „Við munum beita öllum þeim þrýstingi sem við getum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands. Hann hefur nú sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum. Niðurlag bréfsins vekur óneitanlega athygli: „Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“ Gylfi segist ekki vita hvort það eigi að túlka þetta sem hótun. „Við teljum mikilvægt að ná breiðri þátttöku í því átaki að halda verðbólgunni niðri og tryggja stöðugleika. Mörg sveitarfélög hafa fallið frá gjaldskrárhækkunum og tekið þátt í átakinu. En önnur hafa ekki gert það. Við biðlum til þeirra að hætta við gjaldskrárhækkanirnar. Ef ekki, þá munum við upplýsa um það á heimasíðu okkar.“ Gylfi segir mikilvægt að kjósendur séu upplýstir á þennan hátt. „Ef menn vilja ekki taka þátt í þessu átaki þá verða þeir að rökstyðja það. Við munum upplýsa kjósendur og neytendur um þá sem hækka verð. Sjáðu til, verðbólga er afleiðing ákvarðanna margra. Menn þurfa að sýna ábyrgð í hækkunum. Ég held, til dæmis, að sveitarfélög hagnist meira á því að verðbólgan lækki um eitt prósent en að hækka gjöld á sorphirðu og fleira slíkt,“ útskýrir Gylfi. Hann segir ASÍ muni veita öllum aðhald. Fyrirtæki, ríkisstofnanir og allir sem séu með þjónustu sem snúa að almenningi. „Mér finnst þetta ekki eiga síður við verslanir en sveitarfélög. Við höfum hvatt verslunarmenn að útskýra fyrir okkur af hverju þeir hækka verð. Neytandinn á rétt á því að vita hvort birginn var að hækka verðið á mjólkinni eða súkkulaðinu sem hann keypti, eða hvort það var verslunarmaðurinn. Neytendur eiga rétt á því að fá þessar upplýsingar,“ segir Gylfi. Hér má lesa bréfið sem Gylfi sendi forsvarsmönnum sveitarfélaga, í heild sinni:Ágæti viðtakandi.Efni: Gjaldskrárhækkanir Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru þann 21. desember síðastliðinn er að verðbólga verði lág þannig tryggja megi stöðugleika og aukinn kaupmátt. Um þessa áherslur var samstaða meðal samningaaðila og stjórnvöld tóku undir mikilvægi þeirra.Í umræddum kjarasamningi sammæltust atvinnurekendur og launafólk um aðgerðir til að styðja við markmið um aukin kaupmátt, minni verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga í efnahagslífinu. Meðal þeirra er að fyrirtæki og stjórnvöld gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum. Eigi þetta að ganga eftir þurfa fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög að axla ábyrgð og sýna samstöðu með því að halda aftur af verðhækkunum.Sveitarfélög og fyrirtæki hafa mörg brugðist vel við kallinu en því miður berast nú fréttir af gjaldskrárhækkunum fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélaganna. Þessar hækkanir munu skila sér út í verðlag og hafa áhrif á vísitölu neysluverðs. Þær ganga því þvert á markmiðum nýgerðra kjarasamninga og ógna þeim stöðugleika og kaupmáttaraukningu sem þeim er ætlað að tryggja.Fyrir hönd íslenskra launafólks vil ég skora á þig og samverkamenn þína í stjórn sveitarfélagsins að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins. Hafi það verið gert hvet ég ykkur til að endurskoða þá ákvörðun og draga umræddar hækkanir til baka nú þegar.Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.Með von um skjót og góð viðbrögðVirðingarfyllst, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Við munum beita öllum þeim þrýstingi sem við getum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands. Hann hefur nú sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum. Niðurlag bréfsins vekur óneitanlega athygli: „Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“ Gylfi segist ekki vita hvort það eigi að túlka þetta sem hótun. „Við teljum mikilvægt að ná breiðri þátttöku í því átaki að halda verðbólgunni niðri og tryggja stöðugleika. Mörg sveitarfélög hafa fallið frá gjaldskrárhækkunum og tekið þátt í átakinu. En önnur hafa ekki gert það. Við biðlum til þeirra að hætta við gjaldskrárhækkanirnar. Ef ekki, þá munum við upplýsa um það á heimasíðu okkar.“ Gylfi segir mikilvægt að kjósendur séu upplýstir á þennan hátt. „Ef menn vilja ekki taka þátt í þessu átaki þá verða þeir að rökstyðja það. Við munum upplýsa kjósendur og neytendur um þá sem hækka verð. Sjáðu til, verðbólga er afleiðing ákvarðanna margra. Menn þurfa að sýna ábyrgð í hækkunum. Ég held, til dæmis, að sveitarfélög hagnist meira á því að verðbólgan lækki um eitt prósent en að hækka gjöld á sorphirðu og fleira slíkt,“ útskýrir Gylfi. Hann segir ASÍ muni veita öllum aðhald. Fyrirtæki, ríkisstofnanir og allir sem séu með þjónustu sem snúa að almenningi. „Mér finnst þetta ekki eiga síður við verslanir en sveitarfélög. Við höfum hvatt verslunarmenn að útskýra fyrir okkur af hverju þeir hækka verð. Neytandinn á rétt á því að vita hvort birginn var að hækka verðið á mjólkinni eða súkkulaðinu sem hann keypti, eða hvort það var verslunarmaðurinn. Neytendur eiga rétt á því að fá þessar upplýsingar,“ segir Gylfi. Hér má lesa bréfið sem Gylfi sendi forsvarsmönnum sveitarfélaga, í heild sinni:Ágæti viðtakandi.Efni: Gjaldskrárhækkanir Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru þann 21. desember síðastliðinn er að verðbólga verði lág þannig tryggja megi stöðugleika og aukinn kaupmátt. Um þessa áherslur var samstaða meðal samningaaðila og stjórnvöld tóku undir mikilvægi þeirra.Í umræddum kjarasamningi sammæltust atvinnurekendur og launafólk um aðgerðir til að styðja við markmið um aukin kaupmátt, minni verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga í efnahagslífinu. Meðal þeirra er að fyrirtæki og stjórnvöld gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum. Eigi þetta að ganga eftir þurfa fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög að axla ábyrgð og sýna samstöðu með því að halda aftur af verðhækkunum.Sveitarfélög og fyrirtæki hafa mörg brugðist vel við kallinu en því miður berast nú fréttir af gjaldskrárhækkunum fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélaganna. Þessar hækkanir munu skila sér út í verðlag og hafa áhrif á vísitölu neysluverðs. Þær ganga því þvert á markmiðum nýgerðra kjarasamninga og ógna þeim stöðugleika og kaupmáttaraukningu sem þeim er ætlað að tryggja.Fyrir hönd íslenskra launafólks vil ég skora á þig og samverkamenn þína í stjórn sveitarfélagsins að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins. Hafi það verið gert hvet ég ykkur til að endurskoða þá ákvörðun og draga umræddar hækkanir til baka nú þegar.Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.Með von um skjót og góð viðbrögðVirðingarfyllst, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira