Súludansinn í Grindavík: „Það er mjög gaman að fylgjast með þessu“ Hrund Þórsdóttir skrifar 14. janúar 2014 20:00 Undanfarnar vikur hefur verið stiginn tignarlegur súludans við höfnina í Grindavík. Þar hefur verið mikið um síld og hafa hundruð eða þúsundir súlna elt hana í leit að æti. Það er mikið sjónarspil að sjá súlurnar dýfa sér eftir síldinni en þegar okkur bar að garði í gær höfðu þær étið nægju sína í bili. Tökumaður Stöðvar 2 gerði aðra tilraun til að mynda fuglana í morgun en allt kom fyrir ekki enda getur náttúran verið óútreiknanleg. Jóna Hammer náði hins vegar myndunum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði.Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, líkir tilþrifunum þegar hamagangurinn er sem mestur við sprengjuárás. „Mér finnst sérstaklega flott að sjá hvað þetta er úr mikilli hæð, sem bendir kannski til þess að það sé dýpra á síldinni og súlan þurfi meiri hæð til að komast dýpra eftir henni,“ segir Sigurður. Þótt ástandið sé óvenjulegt kom síldin líka í fyrra og hafði Sigurður áhyggjur af því að hún dræpist í höfninni. Hjá Hafrannsóknastofnun fengust hins vegar þau svör að vatnsskipti í höfninni væru næg og þar af leiðandi nóg af súrefni fyrir síldina. „Sennilega er hún að koma meira inn af því við höfum verið að dýpka og breikka rennuna hérna fyrir utan. Þar með er betra aðgengi að höfninni og einfaldara fyrir síldina að koma inn í hana.“Kristinn Jóhannsson ólst upp í Grindavík og man aldrei eftir svo mikilli súlu innan hafnar. Hann segir þær vekja mikla aðdáun ferðamanna sem hafa komið á staðinn í hópum. Situr súlan ein að síldinni, eru menn ekkert að reyna að veiða hana? „Nei, menn eru nú ekki að reyna að veiða síldina hérna núna en hér eru skarfar. Skarfurinn hefur verið ansi duglegur að elta síldina og það er skemmtilegt að sjá hvernig veiðibjallan eða mávurinn bíður við yfirborðið þegar skarfurinn kemur upp og ætlar að reyna að rífa síldina af skarfinum því mávurinn náttúrlega kafar ekki. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu,“ segir Kristinn. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið stiginn tignarlegur súludans við höfnina í Grindavík. Þar hefur verið mikið um síld og hafa hundruð eða þúsundir súlna elt hana í leit að æti. Það er mikið sjónarspil að sjá súlurnar dýfa sér eftir síldinni en þegar okkur bar að garði í gær höfðu þær étið nægju sína í bili. Tökumaður Stöðvar 2 gerði aðra tilraun til að mynda fuglana í morgun en allt kom fyrir ekki enda getur náttúran verið óútreiknanleg. Jóna Hammer náði hins vegar myndunum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði.Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, líkir tilþrifunum þegar hamagangurinn er sem mestur við sprengjuárás. „Mér finnst sérstaklega flott að sjá hvað þetta er úr mikilli hæð, sem bendir kannski til þess að það sé dýpra á síldinni og súlan þurfi meiri hæð til að komast dýpra eftir henni,“ segir Sigurður. Þótt ástandið sé óvenjulegt kom síldin líka í fyrra og hafði Sigurður áhyggjur af því að hún dræpist í höfninni. Hjá Hafrannsóknastofnun fengust hins vegar þau svör að vatnsskipti í höfninni væru næg og þar af leiðandi nóg af súrefni fyrir síldina. „Sennilega er hún að koma meira inn af því við höfum verið að dýpka og breikka rennuna hérna fyrir utan. Þar með er betra aðgengi að höfninni og einfaldara fyrir síldina að koma inn í hana.“Kristinn Jóhannsson ólst upp í Grindavík og man aldrei eftir svo mikilli súlu innan hafnar. Hann segir þær vekja mikla aðdáun ferðamanna sem hafa komið á staðinn í hópum. Situr súlan ein að síldinni, eru menn ekkert að reyna að veiða hana? „Nei, menn eru nú ekki að reyna að veiða síldina hérna núna en hér eru skarfar. Skarfurinn hefur verið ansi duglegur að elta síldina og það er skemmtilegt að sjá hvernig veiðibjallan eða mávurinn bíður við yfirborðið þegar skarfurinn kemur upp og ætlar að reyna að rífa síldina af skarfinum því mávurinn náttúrlega kafar ekki. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu,“ segir Kristinn.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira