Innlent

Forsætisráðuneytið leitar hjálpar: Þekkir þú einhvern á myndunum?

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra barst fyrir skömmu tölvupóstur frá Ungverjanum Armin Handler. Með póstinum fylgdu tæplega 50 myndir og segir Handler að hann hafi keypt 40 filmudósir á flóamarkaði fyrir um fimm árum.

Filmudósirnar reyndust innihalda myndir frá fjölmörgum löndum í Asíu, Afríku og Evrópu frá árabilinu 1940 – 50. Þar var meðal annars filma með myndum frá Íslandi frá árinu 1943. Myndirnar voru frá Þingvöllum, Vestmannaeyjum, Hólum í Hjaltadal, Reykjavík og Gullfossi. Þær sýna einnig fólk á þessum stöðum þar sem það er við leik, í sparifötunum eða í vinnu.

Myndasafnið allt er hægt að sjá hér.

Þeir sem kannast við fólk á myndunum eða þekkir til ljósmyndarans er hvatt til að senda ábendingar á postur@for.is. Þegar hefur ráðuneytinu borist einhverjar ábendingar varðandi myndirnar.



UPPFÆRT: Frá ráðuneytinu fengust þær upplýsingar að líklega voru myndirnar teknar í kringum 1947, en ekki 1940-50. Þegar hafa borist 13 ábendingar vegna mynda og á næstu dögum verða þær upplýsingar nýttar og myndatexti settur við myndirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×