Innlent

Stöðvaðir á stolnum bíl í Kópavogi

mynd/365
Lögreglumenn stöðvuðu bíl í Kópavogi í nótt þar sem hann svaraði til lýsingar á bíl, sem var stolið í síðustu viku. Kom þá í ljós að þetta var umræddur bíll, en þjófurinn hafði skipt um númeraplötur, sem hann hafði stolið af öðrum bíl.

Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fíkniefni fundust í fórum farþegans. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag.

Ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort bíllinn er eitthvað skemmdur eftir nokkra daga í höndum þjófanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×