Fleiri fréttir

Vonast eftir þjóðarsátt um fjárlög ríkisstjórnarinnar

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis vonast eftir þjóðarsátt um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harkalega niðurskurðaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðismálum.

Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar

Þrjár konur eru í fjórum efstu sætunum á lista Bjartrar framtíðar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Aðstoðarmaður borgarstjóra leiðir listann. Borgarfulltrúarnir Einar Örn Benediktsson og Karl Sigurðsson færast niður listann.

Grunar keppinaut um rógburð á Facebook

"Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur Arnar Manússon, framkvæmdastjóri City taxi.

Jólatrjáasala fer hægt af stað

Sala á Jólatrjám hefur farið hægt af stað í desember að mati söluaðila. Þeir reikna með því að næsta helgi verði annasöm.

Segir AGS reka pólitík sem vinni gegn hagsmunum almennings

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel.

Gunnar Axel vill leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

„Ég vil gjarnan fá tækifæri til að fylgja eftir þeim verkefnum sem við höfum sett af stað og taka þátt í því að byggja upp og móta ný tækifæri á grundvelli þess árangurs sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins,“ segir Gunnar Axel.

Iðrun ökumanns mikilvægari en fangelsisdómurinn

Aðstandendur fórnarlamba gáleysisaksturs vilja heldur efla forvarnir en þyngja refsingar. Þau segja ökumanninn ábyrgan en að mikilvægara sé að hann iðrist og breyti hegðun en sitji fleiri ár í fangelsi.

Áskilja sér bætur vegna Bakkavegar

Fyrirtækið Vinnuvélar Eyjólfs á Húsavík áskilur sér bótarétt vegna legu vegar frá Húsavíkurhöfn að áformuðu iðnaðarsvæði á Bakka.

Vinabæir Álftaness settir út í kuldann

Sambandi við vinabæi Álftaness verður slitið. Þetta ákvað bæjarstjórn Garðabæjar, sem eins og kunnugt er sameinaðist Álftanesi um síðustu áramót.

Fjóra daga með póstinum innansveitar

Eva Dögg Þorsteinsdóttir sem er í sveitarstjórn Mýrdalshrepps sat hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs þar sem fundargögn bárust henni aðeins sólarhring fyrir fund.

Smábátarnir að klára ýsukvótann

Smábátar, sem róa í svonefndu krókaaflamarkskerfi, eru sumir umþaðbil að klára eða jafnvel búnir með ýsukvóta sína fyrir þetta fiskveiðiár, en átta og hálfur mánuður er til upphafs næsta fiskveiðiárs.

Al Thani dómarnir vekja víða athygli

Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum sem féllu í héraðsdómi í gær hafa vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana. Margir af stærstu miðlum heims hafa fjallað um málið og má þar nefna BBC, Financial Times, Bloomberg og the Wall Street Journal.

Ræddi ofbeldið við embættismenn páfa

Nýskipaður sendiherra Íslands í Páfagarði er fyrsti kaþólikkinn sem gegnir því embætti. Ræddi kynferðisofbeldi í Landakotsskóla við æðstu embættismenn í Vatíkaninu og segist hafa lýst hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan tók á málinu.

Snjóflóð lokaði veginum til Ólafsfjarðar

Snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í nótt og er vegurinn lokaður. Engin var á ferð um veginn þegar flóðið féll, en það verður ekki rutt fyrr en í birtingu, til þess að snjóeftirlitsmenn geti metið hættu á frekari flóðum.

Tæknin nýtt þar sem hennar er þörf

Landssamband eldri borgara (LEB) og Securitas hafa gert með sér langtímasamning um kynningu, þróun og innleiðingu á tæknilausnum sem auðvelda öldruðum búsetu á eigin heimili.

Röddin fyrir utangarðsfólk

Samtökin Röddin – baráttusamtök fyrir réttindum utangarðsfólks voru stofnuð á fjölmennum fundi í Iðnó.

Treyja Arons Pálmarsonar á uppboði

Aron Pálmason, handboltakappi, hefur gefið treyju til uppboðs fyrir minningarsjóð Sigrúnar Mjallar. Þann 22. desember verður einni milljón króna úthlutað úr sjóðnum.

Niðurstaðan í samræmi við væntingar embættis Sérstaks saksóknara

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segist ekki vera búinn að kynna sér niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í smáatriðum en dómsniðurstaðan hvað refsingu varðar sé í samræmi við það sem embættið átti von á og ekki svo langt frá því sem farið var fram á.

Brugðist við innbroti hjá Vodafone

Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið.

ÁTVR þegar hafnað keimlíkum drykkjum

ÁTVR hefur heimild til að hafna því að selja áfenga drykki séu umbúðir þeirra keimlíkar öðrum. Hefur hafnað vörum og farið fram á breytingu á umbúðum. Lögin ýta undir að ÁTVR beiti geðþóttavaldi við val á vörum í sölu, segir innflytjandi.

Fríkirkjan í Hafnarfirði 100 ára

Sérstök hátíðarmessa verður haldin í Fríkirkjunni í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag, í tilefni af hundrað ára afmæli fríkirkjunnar.

Sjá næstu 50 fréttir