Innlent

Hættuástandi á Reykjavíkurflugvelli aflétt

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Allt tiltækt slökkvilið var kallað til, auk lögreglu og sjúkraliðs.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað til, auk lögreglu og sjúkraliðs.
Hættuástand skapaðist á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf sex þegar Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið til Reykjavíkur tilkynnti um bilun í hemlunarbúnaði.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til, auk lögreglu og sjúkraliðs. Hluta Miklubrautar var lokað vegna atviksins en hættustigi hefur nú verið aflétt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er vélin lent heilu og höldnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×