Innlent

Fjóra daga með póstinum innansveitar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Óásættanleg töf hjá póstinum í Vík segir sveitarstjórinn.
Óásættanleg töf hjá póstinum í Vík segir sveitarstjórinn.
Eva Dögg Þorsteinsdóttir sem er í sveitarstjórn Mýrdalshrepps sat hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs þar sem fundargögn bárust henni aðeins sólarhring fyrir fund.

Ásgeir Magnússon sveitarstjóri svaraði því til að fundargögnin hefðu farið á pósthúsið í Vík á fimmtudag um hádegi. Fundurinn var fimm dögum síðar, á þriðjudegi. Gögnin voru því fjóra daga að berast heim til Evu sem býr í Dyrhólahverfi vestan Víkur. Ásgeir bókaði að það væri „með öllu óásættanlegt“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×