Innlent

Tæknin nýtt þar sem hennar er þörf

Freyr Bjarnason skrifar
Guðmundur Arason, forstjóri Securitas hf., og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB, handsala samkomulagið.
Guðmundur Arason, forstjóri Securitas hf., og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB, handsala samkomulagið.
Landssamband eldri borgara (LEB) og Securitas hafa gert með sér langtímasamning um kynningu, þróun og innleiðingu á tæknilausnum sem auðvelda öldruðum búsetu á eigin heimili.

Með slíkum lausnum má tryggja að fólk geti búið á eigin heimili eins lengi og mögulegt er.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB, tekur í sama streng „Það er mikilvægt fyrir farsæld þeirra 21 þúsund einstaklinga sem eru félagsmenn í 53 aðildarfélögum LEB að velferðartækni sé nýtt þar sem hennar er þörf og þetta samstarf er liður í þeirri viðleitni.“

Um er að ræða svonefnda velferðartækni sem auk öryggismála felur í sér notkun ýmiss konar tækja til að auðvelda daglegt líf aldraðra. Þar á meðal til samskipta, hreyfiaðstoðar, heilsufarsvöktunar og heimilisstarfa. Með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar þar sem hlutfall aldraðra fer vaxandi verður velferðartækni sífellt mikilvægari, að því er segir í fréttatilkynningu.

„Þessi samningur við LEB er þýðingarmikill fyrir okkur í Securitas til að skilja sem best þarfir þessa mikilvæga hóps sem við viljum þjóna vel og lengi við síbreytilegar aðstæður,“ segir Guðmundur Arason, forstjóri Securitas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×