Innlent

Íslenskir frumkvöðlar ríða á vaðið með sýndarveruleika

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Íslenska sprota- og leikjafyrirtækið Aldin Dynamics hefur gefið út fyrsta íslenska tölvuleikinn sem byggir á Oculus Rift-sýndarveruleikatækninni.

Oculust Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar.

Leikurinn heitir Asunder: Earthbound en það eru félagarnir Gunnar Steinn Valgarðsson og Hrafn Thorri Thórisson sem eiga veg og vanda að útgáfunni.

Undirritaður fékk að spreyta sig á tölvuleiknum en ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30.

Asunder: Earthbound er ævintýraleikur þar sem spilarinn bregður sér í hlutverk strokufanga á fjórða áratugnum. Atburðarásin á sér stað í farþegaflugvél þar sem skuggalegir og ógnvekjandi atburðir eiga sér stað.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.

Egill Aðalsteinsson, tökumaður, fékk að spreyta sig á Asunder: Earthbound. Hann er sannfærður um að Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun eigi eftir að verða jólagjöf ársins 2014.MYND/FRÉTTASTOFA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×