Innlent

Byggja þrefalt stærri heitavatnstank

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Heitavatnslögn frá Deildartunguhver var endurnýjuð 2011.
Heitavatnslögn frá Deildartunguhver var endurnýjuð 2011. Fréttablaðið/GVA
Byggja á sex þúsund rúmmetra heitavatnstank á Akranesi í stað tvö þúsund rúmmetra tanks sem þar er.

Vandamál hafa verið með heitt vatn á Akranesi sem veitt er til bæjarins frá Deildartunguhver í Borgarfirði. Bæjarstjórnin segist ánægð með nýja heitavatnsgeyminn en að byrja verði á að leita að framtíðarlausn.

„Í því felst bæði að hefja tilraunaboranir eftir heitu vatni í nágrenni Akraness og að flýta endurbótum við Deildartunguæðina eins og kostur er,“ segir bæjarstjórnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×