Innlent

Fríkirkjan í Hafnarfirði 100 ára

Samúel Karl Ólason skrifar
Sérstök hátíðarmessa verður haldin í Fríkirkjunni í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag, í tilefni af hundrað ára afmæli fríkirkjunnar.

Messunni verður útvarpað á Rás 1 í Ríkisútvarpinu og má telja það við hæfi þar sem fyrsta útvarpsmessa frá kirkju hérlendis var einmitt flutt í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þann 31. janúar 1926.

Kirkjan var vígð þann 14. desember 1913 af séra Ólafi Ólafssyni presti safnaðarins og hafði hún þá verið reist á aðeins 3-4 mánuðum af nýstofnuðum söfnuðinum. Síðan hefur fjórum sinnum verið byggt við kirkjuna og síðast var henni breytt að innan við gagngerar endurbætur árið 1998.

Hátíðarmessan hefst klukkan ellefu og eru allir velkomnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×