Innlent

Jóhanna ávarpar mannréttindaráðstefnuna WorldPride

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Um 400 fyrirlesarar munu koma fram á ráðstefnunni WorldPride Human Rights.
Um 400 fyrirlesarar munu koma fram á ráðstefnunni WorldPride Human Rights.
Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mun ávarpa mannréttindaráðstefnuna WorldPride Human Rights 2014 í Toronto í júní á næsta ári.

Í samtali við GayIceland.is sagði Jóhanna: „Það er dapurlegt að samkynhneigðir víða um heiminn þurfi enn að búa við ofbeldi og mannréttindabrot. Þessi mannréttindaráðstefna er því mjög mikilvæg og ég fagna því að fá að leggja lítið lóð á vogaskál þeirra sem berjast gegn þessu hræðilega óréttlæti.“

Um 400 fyrirlesarar munu koma fram á ráðstefnunni þar sem rætt verður meðal annars um réttindi samkynhneigðra og transfólks, HIV/Aids vandamálið, og margt fleira.

Á heimasíðu viðburðarinns segir að Jóhanna, fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims muni ávarpa ráðstefnuna, ásamt Jónínu Leósdóttur, eiginkonu sinni.

Jónína er einnig sögð munu flytja ávar, að sögn Daily Extra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×