Innlent

Lúðvík Geirsson hættir í bæjarpólitík

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Valgarður Gíslason
Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, ætlar ekki að gefa kost á sér fyrir kosningarnar næsta vor. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Hafnarfjörður.

Lúðvík hefur verið í bæjarstjórn Í Hafnarfirði í um tvo áratugi og bæjarstjóri frá árinu 2002 til ársins 2010. Hann er nú bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum.

Í samtali við bæjarblaðið segir Lúðvík að hann hafi upplifað margt á ferli sínum en nú sé komið að nýju fólki að taka við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×