Tími til kominn að brjótast inn í þrívíddina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2013 20:00 Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira