Fleiri fréttir

Fíkniefna- og kynferðisbrotum fjölgar

Fleiri afbrot komu til kasta lögreglu árið 2012 en árið 2011 en heildarfjöldi brota yfir allt landið fór úr 57.021 í 61.837 eða 8,4% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í tölum Ríkislögreglustjóra.

Ný bæjarstjóri í Hornafirði

Ásgerður Gylfadóttir tók í morgun við embætti bæjarstjóra á Hornafirði af Hjalta Þór Vignissyni. Hún var kjörinn bæjarfulltrúi eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og var forseti bæjarstjórnar þar til í júni síðastliðnum.

Mörg börn haldin skólaleiða

Orsakir skólaleiða barna geta verið mjög mismunandi. Kvíði og óspennandi verkefni eru algengar orsakir.

Milljarður í girðingar

Vegagerðin hefur á síðustu fimm árum varið tæpum milljarði í girðingar og viðhald þeirra við vegi landsins.

Tvennar sögur af hættu við síldveiðar á Breiðafirði

"Nei, ég deili ekki áhyggjum fólks af því að síldarskipin veiði síldina þetta nálægt landi. Ég hef allan skilning á þessu. Þetta hefur verið gert eins lengi og menn hafa sótt síld úr sjó við Ísland,“ segir Sævar Gunnars­son, formaður Sjómannasambands Íslands, um síldveiðar á Breiðafirði. "Ég treysti einfaldlega skipstjórunum og þeim góðu skipum sem nýtt eru til veiðanna.“

Staða einstæðra foreldra fer stöðugt versnandi

Árlegar greiðslur einstæðra foreldra með tvö börn hækka um tæp fjörtíu þúsund árið 2014. Félagsráðgjafi Félags einstæðra foreldra segir að þrátt fyrir töluverða niðurgreiðslu borgarinnar séu fjölmargir einstæðir sem ekki ná endum saman.

Aðgerðarleysi gegn Hrafni klagað

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík glímir enn og aftur við óleyfisbyggingar Hrafns Gunnlaugssonar í Lauganesi. Umboðsmaður borgarbúa skoðar kvörtun vegna aðgerðarleysis borgarinnar sem skipaði Hrafni 2010 að rífa bátaskýli og steinkofa.

Falleinkun á frumvarp um uppljóstrara

Frumvarp þingmanna Bjartrar framtíðar og Pírata um vernd uppljóstrara er ekki viðunandi segir Persónuvernd. Í því sé litið fram hjá ákvæðum um friðhelgi einkalífs. Það þarf lagaskjól fyrir uppljóstrara, segir fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Listaháskóli sýnir í Kópavogi við útskrift

Útskriftarsýningar meistaranema í myndlist og hönnun í Listaháskóla Íslands verða næstu þrjú árin í Gerðarsafni. Skólinn og Kópavogsbær og undirrituðu samkomulag um þetta á miðvikudag.

Björt framtíð heldur fylgi Besta flokksins í borginni

Björt framtíð mælist með svipað fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Nær helmingur kjósenda hefur ekki gert upp við sig hvað hann ætla að kjósa.

Tvær Twitter síður undir merkjum Alþingis

Alþingi virðist halda úti tveimur Twitter síðum og á þeim eru um eitt þúsund fylgjendur samtals. Þegar síðurnar eru skoðaðar sést að önnur er fyrir þingskjöl en hin fyrir upplýsingar um þingfundi.

Vilja breyta hugmyndum fólks um hvað fötlun sé

"Við skoðuðum stöðu fatlaðs fólks á Íslandi í gegnum tíðina og hvernig talað er um fötlun í nútímanum,” segir Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum og einn ritstjóri bókarinnar Fötlun og menning: Íslandssaga í öðru ljósi.

Kærð fyrir tvíveri - „Ekki heyrt um tvöfalt tvíkvæni fyrr“

„Ég kærði í dag fyrir hönd skjólstæðings míns eiginkonu hans fyrir tvíkvæni. Það sem er áhugavert í þessu máli er að konan hafði sjálf fengið ógildingu á fyrri hjúskap sínum þar sem hinn eiginmaður hennar var í öðru hjónabandi þegar þau giftu sig,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður.

Metmagn af amfetamíni tekið af tollinum

Það sem af er á þessu ári hafa tollverðir stöðvað metmagn af amfetamíni sem reynt var að smygla inn í landið. Alls hafa 30 kíló af efninu verið haldlögð og er það gríðarleg aukning á milli ára.

Hæstiréttur dæmdi Karl Vigni í sjö ára fangelsi

Karl Vignir Þorsteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður dæmt Karl Vigni í sjö ára fangelsi.

Snowden kominn með starf í Rússlandi

Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið starf hjá Rússneskri vefsíðu. Snowden flúði frá Bandaríkjunum eftir að hafa ljóstrað upp leyndarmálum varðandi þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og sótti um hæli í Rússlandi.

Kanna hvort Ísland hafi verið samstarfsaðili NSA

Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að kanna hvort satt sé að Ísland hafi tekið þátt í njósnastarfsemi Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna hér á landi. Á fundi í næstu viku verða fulltrúar stjórnsýslunnar boðaðir á fund.

Tímabil í stjórnmálasögunni sem vísað verður til

"Jón Gnarr sýndi fram á að menn þurfa ekki að vera sérfræðingar í pólitík til að geta komið fram og orðið fulltrúar fyrir hóp sem fól þeim umboð í kosningum,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Háskóla Íslands

Veiðigjöld lækka um tæpa þrjá milljarða

Á síðasta fiskveiðiári, 2012/2013, voru heildar veiðigjöld bæði almennt og sérstakt alls 12.643 milljónir króna. Áætlað er að veiðigjöld muni skila 9.929 milljónum króna í ríkiskassann á núverandi fiskveiðiári, en það er lækkun um 2.714 milljónir.

Lánshæfismat Kópavogs er áfram í B+

Lánshæfismat Kópavogsbæjar er áfram B+ og horfur stöðugar, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. Einkunnin er óbreytt frá því í júní þegar hún var hækkuð úr B í B+.

Tískuslys í stjórnarráðinu

Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni og tískulöggu, lýst ekkert á teflana sem sýslumönnum er nú gert að bera samkvæmt nýrri reglugerð.

Sjá næstu 50 fréttir