Björt framtíð fram um land allt Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2013 11:20 Guðmundur Steingrímsson: Við skipum á stjórnarfundi nefnd, sem heitir Nefndin, og hún er uppstillingarnefnd. mynd/Stefán Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að stillt verði upp á lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Flokkurinn ætlar að bjóða fram um land allt. Þegar Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti í gær að hann ætli ekki fram á ný þýddi það að Besti flokkurinn er fyrir bý sem slíkur og gengur inn í Bjarta framtíð. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, sækist eftir 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í komandi borgarstjórnarkosningum og Einar Örn Benediktsson vill setjast í það áttunda, sem hann segir baráttusætið. Guðmundur Steingrímsson er formaður Bjartrar framtíðar. Hvernig hyggst flokkurinn haga sínum framboðsmálum?„Eins og við gerðum fyrir framboðið á landsvísu. Við erum með einfaldan strúktúr í kringum þetta. Við skipum á stjórnarfundi nefnd, sem heitir Nefndin, og hún er uppstillingarnefnd. Hún tekur viðtal við fullt af fólki, heyrir í fólki og fólk meldar sig við hana. Svo gerir Nefndin tillögu að framboðslista og sú tillaga er lögð fyrir félagsfund eða stjórn eftir atvikum, samþykkt eða synjað. Þetta gekk mjög vel fyrir alþingiskosningarnar hjá Bjartri framtíð. Þetta er ákveðið form sem byggir á því að tala við fólk og heyra í fólki.“ Guðmundur segir þennan strúktúr verða við hafðan í borginni. Hann telur þetta, það að Besti flokkurinn gangi inn í Bjarta framtíð, ekki breyta eðli Bjartrar framtíðar. „Nei, alls ekki. Það hefur verið mjög náið samstarf milli fólksins í Besta flokknum og Bjartrar framtíðar. Það er fólk í Besta flokknum ásamt öðru fólki sem hafði frumkvæði að því að stofna Bjarta framtíð. Það er í sjálfu sér bara verið að innsigla það góða samband allt saman. Eina sem breytti áætlunum Bjartrar framtíðar er ákvörðun sem tekin var á síðasta stjórnarfundi í vor; að bjóða fram á sveitarstjórnarstiginu. Við höfðum ekki gert út um það fyrr en það. Nú blasir það við sem skynsamlegt og gott skref og við erum að undirbúa það nú út um allt land.“Hvenær var þér kunnugt um að Jón tæki þá ákvörðun sem hann svo tilkynnti um í gær? „Seint. Eins og öllum. Jón tók sér góðan tíma í að hugsa þetta. Og maður veit aldrei almennilega hvað Jón ætlar að gera.“ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að stillt verði upp á lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Flokkurinn ætlar að bjóða fram um land allt. Þegar Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti í gær að hann ætli ekki fram á ný þýddi það að Besti flokkurinn er fyrir bý sem slíkur og gengur inn í Bjarta framtíð. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, sækist eftir 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í komandi borgarstjórnarkosningum og Einar Örn Benediktsson vill setjast í það áttunda, sem hann segir baráttusætið. Guðmundur Steingrímsson er formaður Bjartrar framtíðar. Hvernig hyggst flokkurinn haga sínum framboðsmálum?„Eins og við gerðum fyrir framboðið á landsvísu. Við erum með einfaldan strúktúr í kringum þetta. Við skipum á stjórnarfundi nefnd, sem heitir Nefndin, og hún er uppstillingarnefnd. Hún tekur viðtal við fullt af fólki, heyrir í fólki og fólk meldar sig við hana. Svo gerir Nefndin tillögu að framboðslista og sú tillaga er lögð fyrir félagsfund eða stjórn eftir atvikum, samþykkt eða synjað. Þetta gekk mjög vel fyrir alþingiskosningarnar hjá Bjartri framtíð. Þetta er ákveðið form sem byggir á því að tala við fólk og heyra í fólki.“ Guðmundur segir þennan strúktúr verða við hafðan í borginni. Hann telur þetta, það að Besti flokkurinn gangi inn í Bjarta framtíð, ekki breyta eðli Bjartrar framtíðar. „Nei, alls ekki. Það hefur verið mjög náið samstarf milli fólksins í Besta flokknum og Bjartrar framtíðar. Það er fólk í Besta flokknum ásamt öðru fólki sem hafði frumkvæði að því að stofna Bjarta framtíð. Það er í sjálfu sér bara verið að innsigla það góða samband allt saman. Eina sem breytti áætlunum Bjartrar framtíðar er ákvörðun sem tekin var á síðasta stjórnarfundi í vor; að bjóða fram á sveitarstjórnarstiginu. Við höfðum ekki gert út um það fyrr en það. Nú blasir það við sem skynsamlegt og gott skref og við erum að undirbúa það nú út um allt land.“Hvenær var þér kunnugt um að Jón tæki þá ákvörðun sem hann svo tilkynnti um í gær? „Seint. Eins og öllum. Jón tók sér góðan tíma í að hugsa þetta. Og maður veit aldrei almennilega hvað Jón ætlar að gera.“
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira