Innlent

Fylgi flokkanna í Reykjavík: „Áttum von á meiri meðbyr“

Bjarki Ármannsson skrifar
Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
 „Við höfum verið að mælast með meira fylgi í skoðanakönnunum og áttum von á meiri meðbyr,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.

Hún segir niðurstöður könnunarinnar því koma sér nokkuð á óvart. Samkvæmt henni stendur fylgi Vinstri grænna nánast í stað.

Flokkurinn mælist með 7,5% fylgi, en hlaut 7,2% atkvæða í síðustu kosningum. Aðspurð vonast hún eftir því að flokkurinn muni geta bætt við sig fylgi. „Ég ætla bara að vona það besta og gera mitt besta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×