Innlent

Iceland Airwaves: „Skrýtið að spila ekki í ár“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Það var rjúkandi stemmning á fyrsta kvöldi Iceland Airwaves tónlistahátíðarinnar í gær. Uppselt er á hátíðina og fjöldi erlendra tónlistaáhugamanna staddir hér á landi til að fylgjast með öllu því besta í íslenskri tónlist.

Vísir tók púlsinn á tónleikagestum í Hörpu í gærkvöldi. Brynjar Leifsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Of Monsters and Men urðu meðal annars á vegi fréttamanns.

„Það er bara frí þetta árið,“ segir Brynjar. „Við fáum loksins að slappa af, rölta og skoða hin böndin sem er alveg frábært,“ bætir Nanna Bryndís við. Er ekkert skrýtið að vera á hliðarlínunni í ár?

„Þetta er mjög skrýtið. Það er ekkert stress og það er ótrúlega gott,“ segir Nanna. „Það er ótrúlegt að vera ekki að fara í hljóðprufu eða vera að gera eitthvað. Við erum bara að slappa af,“ bætir Brynjar við.

Fjölbreytt dagskrá er framundan á Iceland Airwaves en dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×