Tvennar sögur af hættu við síldveiðar á Breiðafirði Svavar Hávarðsson skrifar 1. nóvember 2013 08:39 Hér eru fimm bátar inni á voginum þar sem Lundey NS strandaði á dögunum. Hofstaðavogur er minni en Reykjavíkurtjörn. Mynd/Símon „Nei, ég deili ekki áhyggjum fólks af því að síldarskipin veiði síldina þetta nálægt landi. Ég hef allan skilning á þessu. Þetta hefur verið gert eins lengi og menn hafa sótt síld úr sjó við Ísland,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um síldveiðar á Breiðafirði. „Ég treysti einfaldlega skipstjórunum og þeim góðu skipum sem nýtt eru til veiðanna.“ Í Fréttablaðinu í gær greindu bæði heimamenn og skipstjóri á einum síldarbátanna frá því að veiðar svo nálægt landi væru umdeilanlegar, og jafnvel ástæða til að setja bann við því að bátarnir fari svo grunnt sem raun ber vitni. Bæði þyrfti að hafa í huga öryggi sjómannanna og þeirra miklu verðmæta sem í skipi og búnaði þess felst. Þá er einnig bent á hina augljósu hættu af mengun því samfara að skip strandi eða veiðarfæri rifni full af síld – Breiðafjörður sé viðkvæm náttúruperla og er fuglalífið í firðinum sérstaklega tiltekið. Sævar hefur skilning á því að menn veiði síldina núna; aldrei í sögunni hafi verið á vísan að róa þegar kemur að því að veiða síld við Ísland. Eins sé von um betra hráefni snemma á vertíðinni þar sem síldin horast mikið eftir því sem líður á haustið. „Þess utan eru betri aðstæður á Breiðafirði til veiðanna en víða annars staðar. Ekki síst vegna þess að landvar er þarna úr nær öllum áttum.“ Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að sveitarstjórnarfólk deili áhyggjum með heimamönnum. „Við höfum bókað ítrekað í bæjarstjórn varðandi þessar veiðar og höfum rætt áhyggjur okkar um hvað skipin eru nálægt við veiðarnar – hér allt í kring. Núna hafa þeir verið vestan megin við Hólminn, en á tímabili voru þeir að veiða mjög nálægt sjúkrahúsinu. Menn hafa alltaf áhyggjur af því að þetta fari í voða, það verður að segjast eins og er.“ Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess, segir erfitt að meta aðstæður úr fjarlægð, en skýrt sé að skipstjórarnir bera ábyrgð á skipum sínum og til þess hafi þeir fullt traust. Eins séu veiðarnar ekki stundaðar með þessum hætti nema tímabundið – bæði í haust og almennt séð. „Við erum ekki að segja til um það úr landi hvar menn eiga að kasta og hvar ekki. Það er bara ekki hægt að stjórna veiðum þannig,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Nei, ég deili ekki áhyggjum fólks af því að síldarskipin veiði síldina þetta nálægt landi. Ég hef allan skilning á þessu. Þetta hefur verið gert eins lengi og menn hafa sótt síld úr sjó við Ísland,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um síldveiðar á Breiðafirði. „Ég treysti einfaldlega skipstjórunum og þeim góðu skipum sem nýtt eru til veiðanna.“ Í Fréttablaðinu í gær greindu bæði heimamenn og skipstjóri á einum síldarbátanna frá því að veiðar svo nálægt landi væru umdeilanlegar, og jafnvel ástæða til að setja bann við því að bátarnir fari svo grunnt sem raun ber vitni. Bæði þyrfti að hafa í huga öryggi sjómannanna og þeirra miklu verðmæta sem í skipi og búnaði þess felst. Þá er einnig bent á hina augljósu hættu af mengun því samfara að skip strandi eða veiðarfæri rifni full af síld – Breiðafjörður sé viðkvæm náttúruperla og er fuglalífið í firðinum sérstaklega tiltekið. Sævar hefur skilning á því að menn veiði síldina núna; aldrei í sögunni hafi verið á vísan að róa þegar kemur að því að veiða síld við Ísland. Eins sé von um betra hráefni snemma á vertíðinni þar sem síldin horast mikið eftir því sem líður á haustið. „Þess utan eru betri aðstæður á Breiðafirði til veiðanna en víða annars staðar. Ekki síst vegna þess að landvar er þarna úr nær öllum áttum.“ Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að sveitarstjórnarfólk deili áhyggjum með heimamönnum. „Við höfum bókað ítrekað í bæjarstjórn varðandi þessar veiðar og höfum rætt áhyggjur okkar um hvað skipin eru nálægt við veiðarnar – hér allt í kring. Núna hafa þeir verið vestan megin við Hólminn, en á tímabili voru þeir að veiða mjög nálægt sjúkrahúsinu. Menn hafa alltaf áhyggjur af því að þetta fari í voða, það verður að segjast eins og er.“ Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess, segir erfitt að meta aðstæður úr fjarlægð, en skýrt sé að skipstjórarnir bera ábyrgð á skipum sínum og til þess hafi þeir fullt traust. Eins séu veiðarnar ekki stundaðar með þessum hætti nema tímabundið – bæði í haust og almennt séð. „Við erum ekki að segja til um það úr landi hvar menn eiga að kasta og hvar ekki. Það er bara ekki hægt að stjórna veiðum þannig,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira