Innlent

Einar Örn segir borgarstjórann geta legið í sér

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Einar Örn Benediktsson og Jón Gnarr.
Einar Örn Benediktsson og Jón Gnarr.
„Ég vil fara í áttunda sætið á listanum, það er baráttusætið,“ segir Einar Örn Benediktsson, tónlistarmaður og borgarfulltrúi.

Hann skipaði annað sætið á lista Besta flokksins fyrir fjórum árum.

„Það segir sig sjálft að ef Björt framtíð nær hreinum meirihluta í borginni getur borgarstjórinn legið í mér,“ segir Einar Örn. 

„Ég hef áhuga á að taka fyrsta sætið á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík, ef mér verður treyst fyrir því,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra.

Aðrir sem buðu sig fram fyrir Besta flokkinn í kosningunum fyrir fjórum árum hafa hug á að taka sæti á lista Bjartrar framtíðar. Þau eru Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir og Páll Hjaltason, sem tók sæti Óttars Proppé í borgarstjórn þegar hann settist á Alþingi í vor.

S. Björn Blöndal.
Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Reykjavik var haldinn í gær og sóttu hann um 30 manns. Borgarfulltrúar Besta flokksins gengu til liðs við Bjarta framtíð á fundinum.

Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, ætlar ekki að sækjast eftir forystusæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Hún segir að það verði hennar hlutverk að leiðbeina framboðum Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 

Heiða Kristín segir að framkvæmdastjórn komi til með að raða á framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×