Innlent

Metmagn af amfetamíni tekið af tollinum

Samúel Karl Ólason skrifar
Í dósinni reyndist vera fleira en túnfiskur, sem átti að vera innihald hennar samkvæmt merkingum, því undir fiskinum var amfetamín.
Í dósinni reyndist vera fleira en túnfiskur, sem átti að vera innihald hennar samkvæmt merkingum, því undir fiskinum var amfetamín. Mynd/Tollstjóri
Það sem af er á þessu ári hafa tollverðir stöðvað metmagn af amfetamíni sem reynt var að smygla inn í landið. Alls hafa 30 kíló af efninu verið haldlögð og er það gríðarleg aukning á milli ára. Þar að auki er búið að taka 300 amfetamíntöflur sem er rúmlega tvöfalt meira en á síðasta ári, þegar 140 töflur voru haldlagðar. Árið 2012 voru 9.546 grömm haldlögð og 14.262 grömm árið 2011.

Í tilkynningu frá embætti Tollstjóra segir að hluta af amfetamínfundum tollgæslu hafi verið amfetamínbasi í vökvaformi og hafi hann verið umreiknaður í grömm. Árið 2011 voru 1.57 millilítrar af amfetamínbasa handlagðir en á þessu ári eru þeir 1.710.

Umreiknað magn basa í grömm fer eftir styrkleika hans og er það reiknað út samkvæmt styrkleika amfetamíns sem dreift er hér á landi samkvæmt rannsóknum á styrkleika þess. Þær eru unnar af rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum.

Það sem haldlagt hefur verið á þessu ári, 1.710 ml reiknast sem 17.096 grömm. Engin basi var haldlagður 2012, en árið 2011 voru það 1.570 ml. Það reiknast sem 21.217 grömm.

Mikill munur er á styrkleika amfetamíns við innkomu í landið og þegar það fer í sölu á götunni. Meðalstyrkur amfetamíns í götusölu á Íslandi hefur mælst um 5,8% en styrkleiki handlags amfetamíns á landamærum getur farið í 90%.

Innpakkað amfetamín, sem haldlagt var.Mynd/Tollstjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×