Innlent

Snowden kominn með starf í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Edward Snowden hefur verið ráðinn af fyrirtæki í Rússlandi sem rekur stóra heimasíðu.
Edward Snowden hefur verið ráðinn af fyrirtæki í Rússlandi sem rekur stóra heimasíðu. Mynd/AP Images
Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið starf hjá Rússneskri vefsíðu og mun hann hefja störf á morgun. Hann flúði frá Bandaríkjunum eftir að hafa ljóstrað upp leyndarmálum varðandi þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og sótti um hæli í Rússlandi.

Lítið hefur farið fyrir Snowden í Rússlandi frá því hann flúði þangað í júní frá Hong Kong, en hann átti von á því að vera framseldur þaðan til Bandaríkjanna. Vladimir Putin hefur ekki viljað senda Snowden til BNA þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir. Uppljóstranir hans hafa valdið miklum styrðleika á milli Bandaríkjanna og bandamenn þeirra.

Samkvæmt vefsíðu Dailymail gefa Rússar í skyn að Snowden eigi á hættu að vera rænt eða myrtur af Leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA. Einnig benda heimildir síðunnar á að það hve vel hann sé falinn sýni fram á að hann sé undir vernd leyniþjónustu Rússlands. Mynd af Snowden á skemmtibáti á Moskvuá á heimasíðu sem hefur verið tengd leyniþjónustunni.


Tengdar fréttir

Bandaríkjamenn hleruðu 35 þjóðarleiðtoga

Samkvæmt trúnaðarskjali sem upptljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla hefur Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hlerað síma fjölmargra þjóðarleiðtoga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×