Innlent

Meig utan í lögreglustöðina

Gissur Sigurðsson skrifar
Einn reyndi að sleppa á skellinöðru og annar veifaði leikfangabyssu.
Einn reyndi að sleppa á skellinöðru og annar veifaði leikfangabyssu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af sex mönnum, sem allir eru sagðir hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Þar af voru fjórir ökumenn bíla, og einn á skellinöðru. Hann reyndi að stinga af en var eltur uppi. Hann var með farþega með sér á nöðrunni.

Einn ökumannanna var einnig kærður fyrir brot á lögreglusamþykktinni fyrir að spræna utan í vegg lögreglustöðvarinnar, eftir að honum var sleppt.

Einn ók utan í bíl og stakk af. Sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum. Í gærkvöldi var svo maður afvopnaður, dópaður að sögn lögreglunnar, en hann hafði mundað byssu, sem reyndist vera leikfangabyssa. Hún var mjög lík raunverulegu vopni og maðurinn því talinn til alls líklegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×