Innlent

Ekki lokað vegna árshátíðar í London hjá Vinnumálastofnun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir ekki lokað vegna árshátíðar.
Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir ekki lokað vegna árshátíðar. Mynd/Vilhelm
Forstjóri Vinnumálastofnunar kannast ekki við að starfsmenn á Suðurnesjum séu frá vinnu vegna árshátíðar í London.

Á heimasíðu Eiríks Jónssonar greinir frá því að lokað sé á skrifstofu Vinnumálastofnunar Suðurnesjum frá og með hádegi á morgun, fimmtudag og fram yfir helgi vegna árshátíðar í London. Eiríkur segir atvinnuleysi á landinu hvergi meira en á Suðurnesjum og starfsemi Vinnumálastofnunar á staðnum lykilatriði í afkomu fjölmargra sem þangað verða að sækja allt sitt - en koma nú að lokuðum dyrum þar sem starfsfólk sé að skemmta sér í London.

Gissur segir að verið sé að vinna í húsnæði skrifstofu stofnunarinnar á Suðurnesjum, verið að færa til veggi og þess háttar, en hann viti ekki til þess að búið sé að loka.

Þá tekur hann fram að hið rétta sé að árshátíð Vinnumálastofnunar hafi verið frestað þetta árið og verði ekki fyrr en í vor. Talið hafi verið að haustin séu óhentugur tími fyrir árshátíð, en árshátíðin var fyrirhuguð núna í haust. Þannig fái starfsmenn Vinnumálastofnunar enga árshátíð núna árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×