Innlent

Listaháskóli sýnir í Kópavogi við útskrift

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Samstarfssamningur undirritaður var undirritaður í Gerðasafni á miðvikudag,.
Samstarfssamningur undirritaður var undirritaður í Gerðasafni á miðvikudag,.
Útskriftarsýningar meistaranema í myndlist og hönnun í Listaháskóla Íslands verða næstu þrjú árin í Gerðarsafni. Skólinn og Kópavogsbær og undirrituðu samkomulag um þetta á miðvikudag.

Í frétt frá Kópavogsbæ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri þetta mikils virði. „Með því leggur bærinn sitt af mörkum til að styðja við bakið á ungu og efnilegu listafólki og hönnuðum.“

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, segir afar mikilvægt fyrir skólann að ganga til samstarfs við öflugt listasafn á höfuðborgarsvæðinu. „Væntingar okkar og óskir eru þær að báðir aðilar munu njóta góðs af.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×