Fagna alþjóðlegum húladegi Kjartan Guðmundsson skrifar 5. október 2013 11:00 Ég hef svo mikinn áhuga á að húla að ég eyði löngum stundum í að skoða alls kyns efni sem tengist því á netinu. Þar rakst ég á þessar upplýsingar og fannst tilvalið að halda upp á þennan dag hér á Íslandi,“ segir Alda Brynja Birgisdóttir sem stendur fyrir húladansi á Lækjartorgi klukkan 14 í dag. Tilefnið er hinn alþjóðlegi húladagur sem haldinn er hátíðlegur víða um heim í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í þeim hátíðahöldum Alþjóðlegi húladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í nokkur ár, en sjálf kynntist Alda Brynja húlanu í gegnum Sirkus Íslands sem hún hefur starfað með ásamt eiginmanni sínum, Lee Nelson. „Allir í sirkusnum voru að tala um húla þannig að ég ákvað að prófa. Um leið og ég fór að geta eitthvað varð ég alveg háð þessu,“ útskýrir Alda Brynja og bætir við að til að svala forvitni sinni og áhuga á húla hafi hún meðal annars sótt tvær húlaráðstefnur erlendis. „Ég man að húlahoppið var mjög vinsælt hér þegar ég var lítil en ætli það hafi ekki dottið úr tísku í lok níunda áratugar síðustu aldar og hvarf nánast alveg. Þegar ég sótti þessar húlaráðstefnur í útlöndum komst ég að því að húla var að komast í tísku aftur þar en hefur þróast meira út í eins konar húladans, þar sem framin eru ýmis brögð með hringjunum. það er hægt er framkvæma mjög fallega hluti með húlahringjum.“ Í kjölfarið hóf Alda Brynja að kenna húlanámskeið í Kramhúsinu á síðasta ári og segir viðbrögðin hafa verið vonum framar góð. „Þetta er annar veturinn sem ég kenni og ég er komin með góðan hóp af stelpum sem eru alveg kolfallnar. Fyrir utan hvað þetta er fallegt og skemmtilegt má kannski segja að þetta sé góð líkamsrækt sem fólk þarf ekki að herða sig upp í að mæta í,“ segir Alda Brynja. Í tilefni Alþjóðlega húladagsins hefur verið saminn sérstakur dans sem dansaður verður í mörgum löndum í dag, meðal annars í Kanada, Englandi, Hollandi, Nýja-Sjálandi, Filippseyjum, Brasilíu, Suður-Kóreu og auðvitað hér á Íslandi. „Dansinn hefur verið æfður fyrirfram en eftir að honum er lokið verðum við áfram á Lækjartorgi með hringina og leyfum þeim sem vilja að prófa. Eins er fólki velkomið að koma með sína eigin hringi, en við mælum með sæmilega hlýjum klæðnaði,“ segir Alda Brynja. Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Ég hef svo mikinn áhuga á að húla að ég eyði löngum stundum í að skoða alls kyns efni sem tengist því á netinu. Þar rakst ég á þessar upplýsingar og fannst tilvalið að halda upp á þennan dag hér á Íslandi,“ segir Alda Brynja Birgisdóttir sem stendur fyrir húladansi á Lækjartorgi klukkan 14 í dag. Tilefnið er hinn alþjóðlegi húladagur sem haldinn er hátíðlegur víða um heim í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í þeim hátíðahöldum Alþjóðlegi húladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í nokkur ár, en sjálf kynntist Alda Brynja húlanu í gegnum Sirkus Íslands sem hún hefur starfað með ásamt eiginmanni sínum, Lee Nelson. „Allir í sirkusnum voru að tala um húla þannig að ég ákvað að prófa. Um leið og ég fór að geta eitthvað varð ég alveg háð þessu,“ útskýrir Alda Brynja og bætir við að til að svala forvitni sinni og áhuga á húla hafi hún meðal annars sótt tvær húlaráðstefnur erlendis. „Ég man að húlahoppið var mjög vinsælt hér þegar ég var lítil en ætli það hafi ekki dottið úr tísku í lok níunda áratugar síðustu aldar og hvarf nánast alveg. Þegar ég sótti þessar húlaráðstefnur í útlöndum komst ég að því að húla var að komast í tísku aftur þar en hefur þróast meira út í eins konar húladans, þar sem framin eru ýmis brögð með hringjunum. það er hægt er framkvæma mjög fallega hluti með húlahringjum.“ Í kjölfarið hóf Alda Brynja að kenna húlanámskeið í Kramhúsinu á síðasta ári og segir viðbrögðin hafa verið vonum framar góð. „Þetta er annar veturinn sem ég kenni og ég er komin með góðan hóp af stelpum sem eru alveg kolfallnar. Fyrir utan hvað þetta er fallegt og skemmtilegt má kannski segja að þetta sé góð líkamsrækt sem fólk þarf ekki að herða sig upp í að mæta í,“ segir Alda Brynja. Í tilefni Alþjóðlega húladagsins hefur verið saminn sérstakur dans sem dansaður verður í mörgum löndum í dag, meðal annars í Kanada, Englandi, Hollandi, Nýja-Sjálandi, Filippseyjum, Brasilíu, Suður-Kóreu og auðvitað hér á Íslandi. „Dansinn hefur verið æfður fyrirfram en eftir að honum er lokið verðum við áfram á Lækjartorgi með hringina og leyfum þeim sem vilja að prófa. Eins er fólki velkomið að koma með sína eigin hringi, en við mælum með sæmilega hlýjum klæðnaði,“ segir Alda Brynja.
Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira