Aldrei fleiri íslenskar bækur þýddar Hrund Þórsdóttir skrifar 6. október 2013 12:07 Dæmi eru um að verk íslenskra höfunda séu þýdd á tugi tungumála. mynd/GVA Aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlend mál en nú og dæmi eru um að verk íslenskra höfunda séu þýdd á tugi tungumála. Þetta má þakka samstilltu átaki opinberra aðila og bókaútgefenda. Síðustu styrkjum ársins 2013 til þýðinga íslenskra verka á erlend mál hefur nú verið úthlutað frá Miðstöð íslenskra bókmennta. 89 umsóknir bárust frá erlendum útgefendum, þar af 13 til þýðinga á norræn tungumál. Styrkir voru veittir til 75 þýðinga á 26 tungumál. Þorgerður Agla Magnúsdóttir, fagstýra bókmennta og kynninga hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, segir umsóknir um styrki hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2008. „Þannig að það er meira en hundrað prósent aukning á fjórum til fimm árum og það held ég að verði að teljast ansi góður árangur.“ Þorgerður segir samstillt átak opinberra aðila og bókaútgefenda undanfarin ár hafa skilað sér og nefnir helst þegar Ísland var heiðursgestur á stærstu bókasýningu heims í Frankfurt árið 2011. Það verkefni skilaði útgáfum á 230 íslenskum verkum og bókum á þýsku og gríðarlegri fjölmiðlaumfjöllun. Áhrifanna gætir um allan heim og aldrei hafa íslenskar bækur verið fáanlegar á fleiri tungumálum. „Alþjóðlegir útgefendur eru orðnir meðvitaðir um Ísland og íslenskar bókmenntir og hafa raunverulegan áhuga og við sjáum það meðal annars í aukningunni á tungumálum sem verið er að þýða yfir á. Við erum með hóp íslenskra höfunda sem er verið að þýða á tíu, tuttugu og jafnvel fleiri tungumál.“ Miðstöð íslenskra bókmennta var stofnuð í byrjun þessa árs til að fylgja árangrinum eftir og í næstu viku halda fulltrúar hennar til Frankfurtar. "Og ætlum að kynna 20 bóka lista miðstöðvarinnar sem er listi yfir bækur sem gefnar voru út 2012 íslenskar til að kynna sérstaklega þar," segir Þorgerður Agla. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlend mál en nú og dæmi eru um að verk íslenskra höfunda séu þýdd á tugi tungumála. Þetta má þakka samstilltu átaki opinberra aðila og bókaútgefenda. Síðustu styrkjum ársins 2013 til þýðinga íslenskra verka á erlend mál hefur nú verið úthlutað frá Miðstöð íslenskra bókmennta. 89 umsóknir bárust frá erlendum útgefendum, þar af 13 til þýðinga á norræn tungumál. Styrkir voru veittir til 75 þýðinga á 26 tungumál. Þorgerður Agla Magnúsdóttir, fagstýra bókmennta og kynninga hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, segir umsóknir um styrki hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2008. „Þannig að það er meira en hundrað prósent aukning á fjórum til fimm árum og það held ég að verði að teljast ansi góður árangur.“ Þorgerður segir samstillt átak opinberra aðila og bókaútgefenda undanfarin ár hafa skilað sér og nefnir helst þegar Ísland var heiðursgestur á stærstu bókasýningu heims í Frankfurt árið 2011. Það verkefni skilaði útgáfum á 230 íslenskum verkum og bókum á þýsku og gríðarlegri fjölmiðlaumfjöllun. Áhrifanna gætir um allan heim og aldrei hafa íslenskar bækur verið fáanlegar á fleiri tungumálum. „Alþjóðlegir útgefendur eru orðnir meðvitaðir um Ísland og íslenskar bókmenntir og hafa raunverulegan áhuga og við sjáum það meðal annars í aukningunni á tungumálum sem verið er að þýða yfir á. Við erum með hóp íslenskra höfunda sem er verið að þýða á tíu, tuttugu og jafnvel fleiri tungumál.“ Miðstöð íslenskra bókmennta var stofnuð í byrjun þessa árs til að fylgja árangrinum eftir og í næstu viku halda fulltrúar hennar til Frankfurtar. "Og ætlum að kynna 20 bóka lista miðstöðvarinnar sem er listi yfir bækur sem gefnar voru út 2012 íslenskar til að kynna sérstaklega þar," segir Þorgerður Agla.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira