Aldrei fleiri íslenskar bækur þýddar Hrund Þórsdóttir skrifar 6. október 2013 12:07 Dæmi eru um að verk íslenskra höfunda séu þýdd á tugi tungumála. mynd/GVA Aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlend mál en nú og dæmi eru um að verk íslenskra höfunda séu þýdd á tugi tungumála. Þetta má þakka samstilltu átaki opinberra aðila og bókaútgefenda. Síðustu styrkjum ársins 2013 til þýðinga íslenskra verka á erlend mál hefur nú verið úthlutað frá Miðstöð íslenskra bókmennta. 89 umsóknir bárust frá erlendum útgefendum, þar af 13 til þýðinga á norræn tungumál. Styrkir voru veittir til 75 þýðinga á 26 tungumál. Þorgerður Agla Magnúsdóttir, fagstýra bókmennta og kynninga hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, segir umsóknir um styrki hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2008. „Þannig að það er meira en hundrað prósent aukning á fjórum til fimm árum og það held ég að verði að teljast ansi góður árangur.“ Þorgerður segir samstillt átak opinberra aðila og bókaútgefenda undanfarin ár hafa skilað sér og nefnir helst þegar Ísland var heiðursgestur á stærstu bókasýningu heims í Frankfurt árið 2011. Það verkefni skilaði útgáfum á 230 íslenskum verkum og bókum á þýsku og gríðarlegri fjölmiðlaumfjöllun. Áhrifanna gætir um allan heim og aldrei hafa íslenskar bækur verið fáanlegar á fleiri tungumálum. „Alþjóðlegir útgefendur eru orðnir meðvitaðir um Ísland og íslenskar bókmenntir og hafa raunverulegan áhuga og við sjáum það meðal annars í aukningunni á tungumálum sem verið er að þýða yfir á. Við erum með hóp íslenskra höfunda sem er verið að þýða á tíu, tuttugu og jafnvel fleiri tungumál.“ Miðstöð íslenskra bókmennta var stofnuð í byrjun þessa árs til að fylgja árangrinum eftir og í næstu viku halda fulltrúar hennar til Frankfurtar. "Og ætlum að kynna 20 bóka lista miðstöðvarinnar sem er listi yfir bækur sem gefnar voru út 2012 íslenskar til að kynna sérstaklega þar," segir Þorgerður Agla. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlend mál en nú og dæmi eru um að verk íslenskra höfunda séu þýdd á tugi tungumála. Þetta má þakka samstilltu átaki opinberra aðila og bókaútgefenda. Síðustu styrkjum ársins 2013 til þýðinga íslenskra verka á erlend mál hefur nú verið úthlutað frá Miðstöð íslenskra bókmennta. 89 umsóknir bárust frá erlendum útgefendum, þar af 13 til þýðinga á norræn tungumál. Styrkir voru veittir til 75 þýðinga á 26 tungumál. Þorgerður Agla Magnúsdóttir, fagstýra bókmennta og kynninga hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, segir umsóknir um styrki hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2008. „Þannig að það er meira en hundrað prósent aukning á fjórum til fimm árum og það held ég að verði að teljast ansi góður árangur.“ Þorgerður segir samstillt átak opinberra aðila og bókaútgefenda undanfarin ár hafa skilað sér og nefnir helst þegar Ísland var heiðursgestur á stærstu bókasýningu heims í Frankfurt árið 2011. Það verkefni skilaði útgáfum á 230 íslenskum verkum og bókum á þýsku og gríðarlegri fjölmiðlaumfjöllun. Áhrifanna gætir um allan heim og aldrei hafa íslenskar bækur verið fáanlegar á fleiri tungumálum. „Alþjóðlegir útgefendur eru orðnir meðvitaðir um Ísland og íslenskar bókmenntir og hafa raunverulegan áhuga og við sjáum það meðal annars í aukningunni á tungumálum sem verið er að þýða yfir á. Við erum með hóp íslenskra höfunda sem er verið að þýða á tíu, tuttugu og jafnvel fleiri tungumál.“ Miðstöð íslenskra bókmennta var stofnuð í byrjun þessa árs til að fylgja árangrinum eftir og í næstu viku halda fulltrúar hennar til Frankfurtar. "Og ætlum að kynna 20 bóka lista miðstöðvarinnar sem er listi yfir bækur sem gefnar voru út 2012 íslenskar til að kynna sérstaklega þar," segir Þorgerður Agla.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira