Ekki á kostnað velferðar Höskuldur Kári Schram skrifar 5. október 2013 09:00 Bjarni Benediktsson segir að staðið verði við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir. Fréttablaðið/Valli Fréttablaðið/Valli Fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar var lagt fram í vikunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkissjóður skili 500 milljón króna afgangi á næsta ári og eru þetta fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. Nú þegar hafa fjölmargir gagnrýnt frumvarpið meðal annars forstöðumenn heilbrigðisstofnana sem óttast að það kunni að leiða til skertrar þjónustu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs og því sé erfitt að hverfa frá hagræðingar- og niðurskurðarkröfum. „Það hefur verið mikill niðurskurður [í heilbrigðiskerfinu] undanfarin ár. Við vitum að það er ekki hægt að skera meira niður þar og við erum ekki að gera það. Það er bent á að að það sé þörf fyrir tækjakaup á Landspítalanum. Við vitum það og erum með það í sérstakri skoðun. Á síðasta ári var sett inn tímabundið til eins árs 600 milljón króna framlag til tækjakaupa. Það er ekki gert ráð fyrir því á næsta ári enda var það ákveðið til eins árs. En við hlustum eftir því sem sagt er á Landspítalanum og það er í gangi vinna í heilbrigðisráðuneytinu sem við erum að fylgjast með í mínu ráðuneyti til þess að fara yfir lengri tíma áætlun um þau mál. Annars staðar í heilbrigðiskerfinu er auðvitað kallað eftir aukinni þjónustu og við viljum mæta því. En þegar öllu er á botninn hvolft þá getum við ekki byggt nein langtímaplön á því að taka frekari lán,“ segir Bjarni.Mikill hallarekstur Frá árinu 2009 hefur ríkissjóður verið rekinn með tæplega 400 milljarða krónu halla. Heildarskuldir nema nú rúmum 1.500 milljörðum sem er 84% af vergri landsframleiðslu og greiðir ríkið tugi milljarða í vaxtakostnað á hverju ári. Afskriftir á krónueign kröfuhafa gömlu bankanna gætu skilað mörg hundruð milljörðum í ríkiskassann. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir þeim vilja að nota þessa fjármuni til að greiða niður skuldir heimilanna. Sumir hafa þó viljað nota þessa fjármuni til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þannig vaxtagreiðslur. Bjarni segir að báðar leiðir séu skynsamlegar. „Við stöndum ekki frammi fyrir vali að gera bara annað hvort. Það væri mjög skynsamleg ráðstöfun á þessu svigrúmi, ef það skapast, að nota það til að lækka skuldir ríkisins. Mjög skynsamleg ráðstöfun. Hins vegar höfum við líka sagt að það væri skynsamlegt að nota svigrúmið að einhverju leyti til þess að taka á skuldavanda heimilanna. Það er hægt að gera þetta með ýmsum hætti og það er einmitt það starf sem er í gangi núna í þessum nefndum sem komið var á á sumarþinginu.“ Tekjuskattshlutfallið í miðþrepi lækkar úr 25,8% í 25% samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fyrir einstaklinga með um 450 þúsund krónur þýðir þetta skattalækkun upp 1.500 krónur á mánuði. Bjarni segir að þessi lækkun sé mikilvægt skref í átt að auknum kaupmætti launþega. „Ég trúi því að það skipti mjög miklu máli að stíga ekki bara þetta skref heldur halda áfram að lækka skatta á launþega og skapa réttu hvatana í hagkerfinu. Gera fólki kleift að ná endum saman. Frumvarpið hefur þau áhrif að kaupmáttur ráðstöfunartekna vex og það er gríðarlega mikilvægt og alls ekki sjálfsagt á svona erfiðum tímum eins og við búum við í dag. En ég sakna þess hins vegar að það sé metið af þeim sem eru að tala fyrir launþegana í umræðunni,“ segir Bjarni.Vill fækka skattþrepum Bjarni vill endurskoða tekjuskattskerfið og fækka skattþrepum. „Ég sé fyrir mér að það væri skynsamlegt að sameina neðstu tvö þrepin og auðvitað vil ég gera það þannig að við jöfnum þau niðurá við. Með þessari breytingu sem við erum að gera núna þá dregur úr muninum á milli neðsta þrepsins sem er 22,9% og 25% þrepið sem núna er þá orðið.“ Hann segir nauðsynlegt að endurskoða kerfið í heild. „Hvernig samspilið er á milli þess að vera með tiltölulega hátt frítekjumark og svo þrjú þrep með bótakerfi ofaná. Ég er að horfa til þess ekkert síður en til þrepanna sem slíkra. Svo erum við líka að horfa til þess hver heildarskattbyrðin er þegar við tökum saman útsvarið, þessi tekjuþrep og líka að við erum að fjármagna lífeyrisgreiðslurnar með framlagi í sjóði og þá sjáum við að skattbyrðin á launatekjur á Íslandi er með því hæsta sem þekkist. Það hlýtur að vera okkur umhugsunarefni og spurning hvort þarna séu til staðar réttu hvatarnir. “ Fyrir kosningar lofuðu sjálfstæðismenn skattalækkunum og Bjarni segir að staðið verði við þau loforð. „Við viljum skapa frekari hvata og halda áfram að lækka skatta og létta undir með heimilum í landinu. Það vil ég gera.“Auka gagnsæi og skilvirkni Bjarni hefur einnig boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu og vonast til þess að hægt verði að mynda þverpólitíska sátt um að einfalda kerfið. Hann telur að væri skynsamlegt að lækka efsta þrepið. „Það væri skynsamlegt að taka það niður. Það myndi þá þýða að við myndum þurfa að taka hitt eitthvað aðeins upp. Ég sé að þar eru margar viðkvæmar vörur í þeim flokki eins t.d. matarkarfan. Þess vegna þarf að taka fleira inn í reikninginn eins og fella niður vörugjöld. Þetta er bara vinna sem þarf að fara af stað og ég myndi ekki vilja horfa á þetta sem sérstaka tekjuöflunaraðgerð eða sem aðgerð til að draga úr neyslusköttum heldur til að auka gagnsæi og skilvirkni.“Höftin skapa óvissu Bjarni segir að það sé markmið ríkisstjórnarinnar að skila hallalausum fjárlögum út kjörtímabilið. „Það verður áfram jafn mikilvægt að skila ríkissjóði með afgangi. Framundan eru alls konar óvissuþættir sem við vitum ekki nákvæmlega hvernig spilast úr. Allt sem tengist afnámi haftanna og uppgjöri þrotabúanna er auðvitað risastórt mál í okkar efnahagslega samhengi. Við vonumst auðvitað til þess að þeir hlutir spilist þannig og að það verði tekið þannig á þeim málum að það gagnist okkur við uppbyggingu landsins. Ég hef líka bent á að sala til dæmis á eingarhlutum okkar í fjármálafyrirtækjum, ef að skilyrði skapast, geti falið í sér mikil sóknarfæri. Við erum að borga á næsta ári 11 milljarða í vexti vegna lána sem voru tekin til þess að endurreisa Landsbankann og hina bankanna. Við getum sparað þá fjármuni með því að losa um þetta eignarhald. Það eru ráðstafanir sem geta stórbætt afkomu ríkissjóðs á næstu árum og þar með aukið getu okkar til þess að gera betur á ýmsum þjónustusviðum.Nauðsynlegt að hagræða Hann segir að svigrúm til frekari niðurskurðar sé ekki mikið en hins vegar megi hagræða með ýmsum hætti. „Á velferðarsviðunum tel ég að ekki sé svigrúm fyrir niðurskurði. Við munum hins vegar fara fram á hagræðingu þar sem við sjáum að hún sé skynsamleg. Þegar ég tala um hagræðingu þá er ég að tala um að við höldum áfram að gera sömu hlutina, skila sama þjónustustigi, fyrir sama eða minna fé. Það myndi ég ekki kalla beinan niðurskurð. Þetta er spurning um að veita opinbera þjónustu með meiri hagkvæmni,“ segir Bjarni. Hann telur líka að hægt sé að sameina stofnanir og smærri embætti og vill meðal annars skoða hvort hægt sé að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. „Við getum líka nýtt tæknina til þess að bæta þjónustuna við almenning. Nota tölvutæknina til að tryggja fólki störf úti á landi. Störf sem þurfa ekkert að vera staðsett sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.Verja velferðina Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt fjárlagafrumvarpið og sagt að þau auki ójöfnuð í samfélaginu og skaði velferðarkerfið. Bjarni vísar þessari gagnrýni á bug. „Við erum að verja nýlegar hækkanir í barnabótakerfið. Við erum sömuleiðis að framlengja nýlegar hækkanir á vaxtabótakerfinu. Við erum að auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að kaupmáttur þeirra vex. Það er rangt að útgerðin sé að sleppa vel frá þessu frumvarpi. Hún er að greiða meiri skatta í dag en hún hefur áður verið að gera. Það er rangt að auðlegðarskatturinn verði ekki innheimtur á næsta ári. Hann er beinlínis í fjárlagafrumvarpinu en hann verður hins vegar ekki framlengdur. Heilt yfir þá tel ég að okkur hafi tekist með markvissum aðhaldsaðgerðum og breikkun skattstofna að skapa svigrúm til þess að verja velferðina í landinu.“ Viðtalið við Bjarna Benediktsson er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.vísir.is Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar var lagt fram í vikunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkissjóður skili 500 milljón króna afgangi á næsta ári og eru þetta fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. Nú þegar hafa fjölmargir gagnrýnt frumvarpið meðal annars forstöðumenn heilbrigðisstofnana sem óttast að það kunni að leiða til skertrar þjónustu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs og því sé erfitt að hverfa frá hagræðingar- og niðurskurðarkröfum. „Það hefur verið mikill niðurskurður [í heilbrigðiskerfinu] undanfarin ár. Við vitum að það er ekki hægt að skera meira niður þar og við erum ekki að gera það. Það er bent á að að það sé þörf fyrir tækjakaup á Landspítalanum. Við vitum það og erum með það í sérstakri skoðun. Á síðasta ári var sett inn tímabundið til eins árs 600 milljón króna framlag til tækjakaupa. Það er ekki gert ráð fyrir því á næsta ári enda var það ákveðið til eins árs. En við hlustum eftir því sem sagt er á Landspítalanum og það er í gangi vinna í heilbrigðisráðuneytinu sem við erum að fylgjast með í mínu ráðuneyti til þess að fara yfir lengri tíma áætlun um þau mál. Annars staðar í heilbrigðiskerfinu er auðvitað kallað eftir aukinni þjónustu og við viljum mæta því. En þegar öllu er á botninn hvolft þá getum við ekki byggt nein langtímaplön á því að taka frekari lán,“ segir Bjarni.Mikill hallarekstur Frá árinu 2009 hefur ríkissjóður verið rekinn með tæplega 400 milljarða krónu halla. Heildarskuldir nema nú rúmum 1.500 milljörðum sem er 84% af vergri landsframleiðslu og greiðir ríkið tugi milljarða í vaxtakostnað á hverju ári. Afskriftir á krónueign kröfuhafa gömlu bankanna gætu skilað mörg hundruð milljörðum í ríkiskassann. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir þeim vilja að nota þessa fjármuni til að greiða niður skuldir heimilanna. Sumir hafa þó viljað nota þessa fjármuni til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þannig vaxtagreiðslur. Bjarni segir að báðar leiðir séu skynsamlegar. „Við stöndum ekki frammi fyrir vali að gera bara annað hvort. Það væri mjög skynsamleg ráðstöfun á þessu svigrúmi, ef það skapast, að nota það til að lækka skuldir ríkisins. Mjög skynsamleg ráðstöfun. Hins vegar höfum við líka sagt að það væri skynsamlegt að nota svigrúmið að einhverju leyti til þess að taka á skuldavanda heimilanna. Það er hægt að gera þetta með ýmsum hætti og það er einmitt það starf sem er í gangi núna í þessum nefndum sem komið var á á sumarþinginu.“ Tekjuskattshlutfallið í miðþrepi lækkar úr 25,8% í 25% samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fyrir einstaklinga með um 450 þúsund krónur þýðir þetta skattalækkun upp 1.500 krónur á mánuði. Bjarni segir að þessi lækkun sé mikilvægt skref í átt að auknum kaupmætti launþega. „Ég trúi því að það skipti mjög miklu máli að stíga ekki bara þetta skref heldur halda áfram að lækka skatta á launþega og skapa réttu hvatana í hagkerfinu. Gera fólki kleift að ná endum saman. Frumvarpið hefur þau áhrif að kaupmáttur ráðstöfunartekna vex og það er gríðarlega mikilvægt og alls ekki sjálfsagt á svona erfiðum tímum eins og við búum við í dag. En ég sakna þess hins vegar að það sé metið af þeim sem eru að tala fyrir launþegana í umræðunni,“ segir Bjarni.Vill fækka skattþrepum Bjarni vill endurskoða tekjuskattskerfið og fækka skattþrepum. „Ég sé fyrir mér að það væri skynsamlegt að sameina neðstu tvö þrepin og auðvitað vil ég gera það þannig að við jöfnum þau niðurá við. Með þessari breytingu sem við erum að gera núna þá dregur úr muninum á milli neðsta þrepsins sem er 22,9% og 25% þrepið sem núna er þá orðið.“ Hann segir nauðsynlegt að endurskoða kerfið í heild. „Hvernig samspilið er á milli þess að vera með tiltölulega hátt frítekjumark og svo þrjú þrep með bótakerfi ofaná. Ég er að horfa til þess ekkert síður en til þrepanna sem slíkra. Svo erum við líka að horfa til þess hver heildarskattbyrðin er þegar við tökum saman útsvarið, þessi tekjuþrep og líka að við erum að fjármagna lífeyrisgreiðslurnar með framlagi í sjóði og þá sjáum við að skattbyrðin á launatekjur á Íslandi er með því hæsta sem þekkist. Það hlýtur að vera okkur umhugsunarefni og spurning hvort þarna séu til staðar réttu hvatarnir. “ Fyrir kosningar lofuðu sjálfstæðismenn skattalækkunum og Bjarni segir að staðið verði við þau loforð. „Við viljum skapa frekari hvata og halda áfram að lækka skatta og létta undir með heimilum í landinu. Það vil ég gera.“Auka gagnsæi og skilvirkni Bjarni hefur einnig boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu og vonast til þess að hægt verði að mynda þverpólitíska sátt um að einfalda kerfið. Hann telur að væri skynsamlegt að lækka efsta þrepið. „Það væri skynsamlegt að taka það niður. Það myndi þá þýða að við myndum þurfa að taka hitt eitthvað aðeins upp. Ég sé að þar eru margar viðkvæmar vörur í þeim flokki eins t.d. matarkarfan. Þess vegna þarf að taka fleira inn í reikninginn eins og fella niður vörugjöld. Þetta er bara vinna sem þarf að fara af stað og ég myndi ekki vilja horfa á þetta sem sérstaka tekjuöflunaraðgerð eða sem aðgerð til að draga úr neyslusköttum heldur til að auka gagnsæi og skilvirkni.“Höftin skapa óvissu Bjarni segir að það sé markmið ríkisstjórnarinnar að skila hallalausum fjárlögum út kjörtímabilið. „Það verður áfram jafn mikilvægt að skila ríkissjóði með afgangi. Framundan eru alls konar óvissuþættir sem við vitum ekki nákvæmlega hvernig spilast úr. Allt sem tengist afnámi haftanna og uppgjöri þrotabúanna er auðvitað risastórt mál í okkar efnahagslega samhengi. Við vonumst auðvitað til þess að þeir hlutir spilist þannig og að það verði tekið þannig á þeim málum að það gagnist okkur við uppbyggingu landsins. Ég hef líka bent á að sala til dæmis á eingarhlutum okkar í fjármálafyrirtækjum, ef að skilyrði skapast, geti falið í sér mikil sóknarfæri. Við erum að borga á næsta ári 11 milljarða í vexti vegna lána sem voru tekin til þess að endurreisa Landsbankann og hina bankanna. Við getum sparað þá fjármuni með því að losa um þetta eignarhald. Það eru ráðstafanir sem geta stórbætt afkomu ríkissjóðs á næstu árum og þar með aukið getu okkar til þess að gera betur á ýmsum þjónustusviðum.Nauðsynlegt að hagræða Hann segir að svigrúm til frekari niðurskurðar sé ekki mikið en hins vegar megi hagræða með ýmsum hætti. „Á velferðarsviðunum tel ég að ekki sé svigrúm fyrir niðurskurði. Við munum hins vegar fara fram á hagræðingu þar sem við sjáum að hún sé skynsamleg. Þegar ég tala um hagræðingu þá er ég að tala um að við höldum áfram að gera sömu hlutina, skila sama þjónustustigi, fyrir sama eða minna fé. Það myndi ég ekki kalla beinan niðurskurð. Þetta er spurning um að veita opinbera þjónustu með meiri hagkvæmni,“ segir Bjarni. Hann telur líka að hægt sé að sameina stofnanir og smærri embætti og vill meðal annars skoða hvort hægt sé að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. „Við getum líka nýtt tæknina til þess að bæta þjónustuna við almenning. Nota tölvutæknina til að tryggja fólki störf úti á landi. Störf sem þurfa ekkert að vera staðsett sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.Verja velferðina Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt fjárlagafrumvarpið og sagt að þau auki ójöfnuð í samfélaginu og skaði velferðarkerfið. Bjarni vísar þessari gagnrýni á bug. „Við erum að verja nýlegar hækkanir í barnabótakerfið. Við erum sömuleiðis að framlengja nýlegar hækkanir á vaxtabótakerfinu. Við erum að auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að kaupmáttur þeirra vex. Það er rangt að útgerðin sé að sleppa vel frá þessu frumvarpi. Hún er að greiða meiri skatta í dag en hún hefur áður verið að gera. Það er rangt að auðlegðarskatturinn verði ekki innheimtur á næsta ári. Hann er beinlínis í fjárlagafrumvarpinu en hann verður hins vegar ekki framlengdur. Heilt yfir þá tel ég að okkur hafi tekist með markvissum aðhaldsaðgerðum og breikkun skattstofna að skapa svigrúm til þess að verja velferðina í landinu.“ Viðtalið við Bjarna Benediktsson er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.vísir.is
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira