Móðir drengs með ADHD: "Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög" Hrund Þórsdóttir skrifar 6. október 2013 18:30 Kennari og skólayfirvöld grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu frömdu lögbrot með slæmri framkomu sinni gagnvart dreng með ADHD, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns barna. Móðir drengsins kveðst sífellt reka sig á veggi í kerfinu og segir að skólastarfsmenn virðist hafnir yfir lög. Undanfarið höfum við fjallað um ofbeldi kennara og starfsmanna grunnskóla gagnvart nemendum. Margir foreldrar barna með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD, segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólana og yfirvöld. Þar á meðal er reykvísk móðir 12 ára drengs. Í fyrstu gekk skólagangan vel en með nýjum kennara tók fljótt að halla undan fæti. Ákveðið var að mæta þörfum hans með góðum sérkennara til að veita honum athvarf frá bekkjarlífinu en móðirin segir kennarann fljótt hafa hætt að leyfa drengnum að vera nokkuð með bekknum. „Þetta athvarf var bara orðið að einangrun,“ segir móðirin. Að sögn hennar komst einangrunin á það stig að drengnum var ekki boðið í skólaferðalög og aðra viðburði og eitt sinn var henni tilkynnt síðla föstudags að hann væri óvelkominn í sveitaferð skólans á mánudeginum. Hún hafi ekki fengið svigrúm til að mæta sjálf eða útvega aðra fylgd með drengnum. „Þannig að það var bara búið að ákveða fyrirfram að barnið væri ekki að fara og mér var tilkynnt það,“ segir hún. Þetta hafi tekið mikið á drenginn. Hún segir hann hafa verið félagslega sterkan en útskúfun kennarans hafi smitað út frá sér og drengurinn til dæmis hætt að fá boð í afmæli hinna barnanna. Þá hafi hann ekki fengið lögbundna sundkennslu í þrjú ár og skólinn aldrei tilkynnt henni það. Hún á fleiri börn og tekur skýrt fram að oftast séu starfsmenn skólanna til fyrirmyndar. Hún er líka mjög ánægð með skólann sem drengurinn er í eftir að hann var færður um set, en fyrir liggur að hann þurfi að snúa aftur í sinn gamla skóla. Alls hefur hann þurft að ganga í fimm skóla og á einum tímapunkti segir móðirin að fjölskyldan hafi þurft að flytja svo hann fengi boðlegt skólaúrræði. Skóli án aðgreiningar var innleiddur fyrir nokkrum árum og hún segir að verðandi kennurum standi til boða áfangar til að læra um frávik barna en að fáir nýti sér þá. „En hvernig í ósköpunum eiga þá kennarar að geta mætt þörfum þessara barna?“ spyr móðirin. Málið hefur þvælst í kerfinu í nokkur ár og móðirin kveðst alls staðar reka sig á veggi. Umboðsmaður barna hafi staðfest að framkoma kennarans og skólans sé lögbrot en ekkert sé þó aðhafst. „Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög, sem kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir hún að lokum. Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Kennari og skólayfirvöld grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu frömdu lögbrot með slæmri framkomu sinni gagnvart dreng með ADHD, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns barna. Móðir drengsins kveðst sífellt reka sig á veggi í kerfinu og segir að skólastarfsmenn virðist hafnir yfir lög. Undanfarið höfum við fjallað um ofbeldi kennara og starfsmanna grunnskóla gagnvart nemendum. Margir foreldrar barna með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD, segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólana og yfirvöld. Þar á meðal er reykvísk móðir 12 ára drengs. Í fyrstu gekk skólagangan vel en með nýjum kennara tók fljótt að halla undan fæti. Ákveðið var að mæta þörfum hans með góðum sérkennara til að veita honum athvarf frá bekkjarlífinu en móðirin segir kennarann fljótt hafa hætt að leyfa drengnum að vera nokkuð með bekknum. „Þetta athvarf var bara orðið að einangrun,“ segir móðirin. Að sögn hennar komst einangrunin á það stig að drengnum var ekki boðið í skólaferðalög og aðra viðburði og eitt sinn var henni tilkynnt síðla föstudags að hann væri óvelkominn í sveitaferð skólans á mánudeginum. Hún hafi ekki fengið svigrúm til að mæta sjálf eða útvega aðra fylgd með drengnum. „Þannig að það var bara búið að ákveða fyrirfram að barnið væri ekki að fara og mér var tilkynnt það,“ segir hún. Þetta hafi tekið mikið á drenginn. Hún segir hann hafa verið félagslega sterkan en útskúfun kennarans hafi smitað út frá sér og drengurinn til dæmis hætt að fá boð í afmæli hinna barnanna. Þá hafi hann ekki fengið lögbundna sundkennslu í þrjú ár og skólinn aldrei tilkynnt henni það. Hún á fleiri börn og tekur skýrt fram að oftast séu starfsmenn skólanna til fyrirmyndar. Hún er líka mjög ánægð með skólann sem drengurinn er í eftir að hann var færður um set, en fyrir liggur að hann þurfi að snúa aftur í sinn gamla skóla. Alls hefur hann þurft að ganga í fimm skóla og á einum tímapunkti segir móðirin að fjölskyldan hafi þurft að flytja svo hann fengi boðlegt skólaúrræði. Skóli án aðgreiningar var innleiddur fyrir nokkrum árum og hún segir að verðandi kennurum standi til boða áfangar til að læra um frávik barna en að fáir nýti sér þá. „En hvernig í ósköpunum eiga þá kennarar að geta mætt þörfum þessara barna?“ spyr móðirin. Málið hefur þvælst í kerfinu í nokkur ár og móðirin kveðst alls staðar reka sig á veggi. Umboðsmaður barna hafi staðfest að framkoma kennarans og skólans sé lögbrot en ekkert sé þó aðhafst. „Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög, sem kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira