Móðir drengs með ADHD: "Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög" Hrund Þórsdóttir skrifar 6. október 2013 18:30 Kennari og skólayfirvöld grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu frömdu lögbrot með slæmri framkomu sinni gagnvart dreng með ADHD, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns barna. Móðir drengsins kveðst sífellt reka sig á veggi í kerfinu og segir að skólastarfsmenn virðist hafnir yfir lög. Undanfarið höfum við fjallað um ofbeldi kennara og starfsmanna grunnskóla gagnvart nemendum. Margir foreldrar barna með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD, segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólana og yfirvöld. Þar á meðal er reykvísk móðir 12 ára drengs. Í fyrstu gekk skólagangan vel en með nýjum kennara tók fljótt að halla undan fæti. Ákveðið var að mæta þörfum hans með góðum sérkennara til að veita honum athvarf frá bekkjarlífinu en móðirin segir kennarann fljótt hafa hætt að leyfa drengnum að vera nokkuð með bekknum. „Þetta athvarf var bara orðið að einangrun,“ segir móðirin. Að sögn hennar komst einangrunin á það stig að drengnum var ekki boðið í skólaferðalög og aðra viðburði og eitt sinn var henni tilkynnt síðla föstudags að hann væri óvelkominn í sveitaferð skólans á mánudeginum. Hún hafi ekki fengið svigrúm til að mæta sjálf eða útvega aðra fylgd með drengnum. „Þannig að það var bara búið að ákveða fyrirfram að barnið væri ekki að fara og mér var tilkynnt það,“ segir hún. Þetta hafi tekið mikið á drenginn. Hún segir hann hafa verið félagslega sterkan en útskúfun kennarans hafi smitað út frá sér og drengurinn til dæmis hætt að fá boð í afmæli hinna barnanna. Þá hafi hann ekki fengið lögbundna sundkennslu í þrjú ár og skólinn aldrei tilkynnt henni það. Hún á fleiri börn og tekur skýrt fram að oftast séu starfsmenn skólanna til fyrirmyndar. Hún er líka mjög ánægð með skólann sem drengurinn er í eftir að hann var færður um set, en fyrir liggur að hann þurfi að snúa aftur í sinn gamla skóla. Alls hefur hann þurft að ganga í fimm skóla og á einum tímapunkti segir móðirin að fjölskyldan hafi þurft að flytja svo hann fengi boðlegt skólaúrræði. Skóli án aðgreiningar var innleiddur fyrir nokkrum árum og hún segir að verðandi kennurum standi til boða áfangar til að læra um frávik barna en að fáir nýti sér þá. „En hvernig í ósköpunum eiga þá kennarar að geta mætt þörfum þessara barna?“ spyr móðirin. Málið hefur þvælst í kerfinu í nokkur ár og móðirin kveðst alls staðar reka sig á veggi. Umboðsmaður barna hafi staðfest að framkoma kennarans og skólans sé lögbrot en ekkert sé þó aðhafst. „Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög, sem kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir hún að lokum. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Kennari og skólayfirvöld grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu frömdu lögbrot með slæmri framkomu sinni gagnvart dreng með ADHD, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns barna. Móðir drengsins kveðst sífellt reka sig á veggi í kerfinu og segir að skólastarfsmenn virðist hafnir yfir lög. Undanfarið höfum við fjallað um ofbeldi kennara og starfsmanna grunnskóla gagnvart nemendum. Margir foreldrar barna með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD, segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólana og yfirvöld. Þar á meðal er reykvísk móðir 12 ára drengs. Í fyrstu gekk skólagangan vel en með nýjum kennara tók fljótt að halla undan fæti. Ákveðið var að mæta þörfum hans með góðum sérkennara til að veita honum athvarf frá bekkjarlífinu en móðirin segir kennarann fljótt hafa hætt að leyfa drengnum að vera nokkuð með bekknum. „Þetta athvarf var bara orðið að einangrun,“ segir móðirin. Að sögn hennar komst einangrunin á það stig að drengnum var ekki boðið í skólaferðalög og aðra viðburði og eitt sinn var henni tilkynnt síðla föstudags að hann væri óvelkominn í sveitaferð skólans á mánudeginum. Hún hafi ekki fengið svigrúm til að mæta sjálf eða útvega aðra fylgd með drengnum. „Þannig að það var bara búið að ákveða fyrirfram að barnið væri ekki að fara og mér var tilkynnt það,“ segir hún. Þetta hafi tekið mikið á drenginn. Hún segir hann hafa verið félagslega sterkan en útskúfun kennarans hafi smitað út frá sér og drengurinn til dæmis hætt að fá boð í afmæli hinna barnanna. Þá hafi hann ekki fengið lögbundna sundkennslu í þrjú ár og skólinn aldrei tilkynnt henni það. Hún á fleiri börn og tekur skýrt fram að oftast séu starfsmenn skólanna til fyrirmyndar. Hún er líka mjög ánægð með skólann sem drengurinn er í eftir að hann var færður um set, en fyrir liggur að hann þurfi að snúa aftur í sinn gamla skóla. Alls hefur hann þurft að ganga í fimm skóla og á einum tímapunkti segir móðirin að fjölskyldan hafi þurft að flytja svo hann fengi boðlegt skólaúrræði. Skóli án aðgreiningar var innleiddur fyrir nokkrum árum og hún segir að verðandi kennurum standi til boða áfangar til að læra um frávik barna en að fáir nýti sér þá. „En hvernig í ósköpunum eiga þá kennarar að geta mætt þörfum þessara barna?“ spyr móðirin. Málið hefur þvælst í kerfinu í nokkur ár og móðirin kveðst alls staðar reka sig á veggi. Umboðsmaður barna hafi staðfest að framkoma kennarans og skólans sé lögbrot en ekkert sé þó aðhafst. „Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög, sem kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira