Innlent

Blóðug mótmæli í Egyptalandi

Elimar Hauksson skrifar
Stuðningsmenn Mohammad Morsi fóru um götur Kaíró í dag og kröfðust þess að honum yrði sleppt úr haldi.
Stuðningsmenn Mohammad Morsi fóru um götur Kaíró í dag og kröfðust þess að honum yrði sleppt úr haldi. mynd/afp
Meira en 200 meðlimir bræðralags múslima voru handteknir í Kaíró í Egyptalandi í dag. Fjölmargir stuðningsmenn fyrrverandi forsetans Mohammad Morsi fóru um götur helstu borga Egyptalands til að krefjast þess að honum yrði sleppt.

Morsi hefur verið í haldi síðan honum var steypt af stóli í júlí á þessu ári. Mótmæli stuðningsmanna Morsi hófust í tilefni af því að 40 ár eru síðan egypskar og sýrlenskar hersveitir réðust inn í Ísrael en það markaði upphafið af Yom Kippur stríðinu svokallaða.

Öryggissveitir notuðu bæði táragas og skotvopn til að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman á Tahir torgi í Kaíró en nokkrir tugir féllu í átökunum margir særðust. Samkvæmt fréttaveitunni AP hafa 44 fallið í óeirðunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×