Innlent

Dr. Gunni gefur út nýja barnaplötu

Mynd/ Arnþór Birkisson
Dr. Gunni tilkynnti í dag á bloggsíðu sinni að ný barnaplata sem hann hefur unnið að muni koma út á næstu vikum.

Platan ber heitið Alheimurinn en á henni er að finna lagið Glaðasti hundur í heimi sem Friðrik Dór flytur en lagið hefur notið mikilla vinsælda.

„Ætli það séu ekki svona 2-3 vikur í hana. Þetta er vægast sagt rosalega nett plata með 14 lögum. Á morgun verður næsta lag sett “í spilun” í kjölfar Glaðasta hunds í heimi, sem hefur verið sjúklega vinsælt í sumar. Lagið heitir BRJÁLAÐ STUÐLAG,“ skrifar Gunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×