Innlent

Villtir vélhjólamenn

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint Mynd/Valli
Lögreglan leitaði að tveimur ökumönnum vélhjóla í Kapelluhrauni í Hafnarfirði á tólfta tímanum í gær. Þeir hringdu í Neyðarlínuna og sögðust vera villtir. Nokkrir björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu voru kallaðir út til leitar og fundust mennirnir um klukkan hálf tvö í nótt heilir á húfi. 

Ölvaður ökumaður ók bíl sínum út af við Bæjarháls um klukkan tvö í nótt. Ökumaðurinn, karlmaður á fertugsaldri var einn í bílnum, og sakaði ekki. Hann sefur nú úr sér í fangaklefa og verður tekin skýrsla af honum þegar hann vaknar. Krana þurfti til að fjarlægja bílinn af vettvangi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×