Aðgerðir í þágu hinna fáu Gunnar Valþórsson skrifar 7. október 2013 07:56 Stefán Rafn Sigurbjörnsson situr áfram sem formaður Ungra jafnaðarmanna. Ungir jafnaðarmenn telja það með eindæmum að mögulegt sé að standa fyrir jafn mikilli afturför á jafn skömmum tíma og ný ríkisstjórn Íslands hafi staðið fyrir. Þetta segir í stjórnmálaályktum sem samtökin samþykktu á landsþingi sínu um helgina, sem haldið var undir yfirskriftinni ,,Auðjöfradekur eða ungt fólk”. Ungu Jafnaðarmennirnir segja að með þeim orðum sé ekki einungis horft til aðgerða hennar í þágu hinna fáu, heldur einnig þess orðbragðs og þess vinnulags sem ríkisstjórnin hafi viðhaft á skömmum starfstíma. Einangrunarhyggja í alþjóðamálum í bland við ónýta efnahagsstefnu valdi því að Ungir jafnaðarmenn telji þörf á kröftugu andsvari þeirra sem styðja áframhaldandi stöðugar endurbætur, velferðarríki og fjölmenningarsamfélag í anda ríkisstjórnar jafnaðarmanna. Stefán Rafn Sigurbjörnsson situr áfram sem formaður en í framkvæmdastjórn UJ sitja Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Gunnar Hörður Garðarsson, Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, Hafsteinn Einarsson, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson og Rósanna Andrésdóttir. Ályktunin öll er svohljóðandi:Ungir jafnaðarmenn telja það með eindæmum að mögulegt sé að standa fyrir jafn mikilli afturför á jafn skömmum tíma og ný ríkisstjórn Íslands hefur staðið fyrir. Er þar ekki einungis horft til aðgerða hennar í þágu hinna fáu, heldur einnig þess orðbragðs og þess vinnulags sem ríkisstjórnin hefur viðhaft á skömmum starfstíma. Einangrunarhyggja í alþjóðamálum í bland við ónýta efnahagsstefnu veldur því að Ungir jafnaðarmenn telja þörf á kröftugu andsvari þeirra sem styðja áframhaldandi stöðugar endurbætur, velferðarríki og fjölmenningarsamfélag í anda ríkisstjórnar jafnaðarmanna.Kosningaúrslit vorsins voru Ungum jafnaðarmönnum veruleg vonbrigðum, þar sem hafnað var ábyrgri stefnu Samfylkingarinnar og verulegur árangur þáverandi ríkisstjórnar, sérstaklega í efnahagsmálum fékk umfjöllun sem skyldi. Þess í stað komust til valda stjórnmálaflokkar sem ekki verður annað séð en að hafi logið sig til valda með óraunhæfum og innistæðulausum loforðum í kosningabaráttunni. Hefur það enda komið á daginn að innihald, upphæðir og tímasetningar efnda hafa gerbreyst á þeim fáu mánuðum sem liðnar eru frá kosningabaráttunni. Ungir jafnaðarmenn hafna stjórnmálum óheiðarleikans og telja ábyrgð stjórnmálamanna sem leggja stund á þau vera slíka að þeim er ekki vært í valdastólum.Vonbrigði Ungra jafnaðarmanna birtast einna helst í eftirfarandi málum. Annars vegar hinni óréttlátu og óútfærðu almennu skuldaniðurfellingu. Við teljum algerlega óboðlegt að hinu opinbera sé beitt til þess að hygla stóreignafólki á kostnað ungs fólks, sérstaklega þegar sú aðgerð felur í sér mörg hundruð milljarða króna útgjöld ríkisins á sama tíma og velferðarkerfið er alvarlega fjársvelt og ríkið situr í skuldasúpu Hins vegar í ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin önnur en ábyrgðarlausar yfirlýsingar utanríkisráðherra. Brýna Ungir jafnaðarmenn fyrir núverandi ríkisstjórn að kynna sér grunnreglur þingræðisins. Þá er ítrekuð krafa Ungra jafnaðarmanna um að fullkláraður samningur verði lagður í dóm íslensku þjóðarinnar.Ungir jafnaðarmenn harma jafnframt hvernig fór fyrir nýrri stjórnarskrá í lok síðasta kjörtímabils. Ungir jafnaðarmenn standa ennþá við þá stefnu að Íslandi þurfi nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Við krefjumst þess að okkar fulltrúar haldi lífi í málinu og virði ekki kosningaloforð okkar um nýja stjórnarskrá að vettugi heldur fari eftir þeim vilja þjóðarinnar sem birtist skýrt í niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012.Ungir jafnaðarmenn líta til framtíðar og ætla að taka þátt í uppbygginarstarfi Samfylkingarinnar. Aldrei er meiri þörf á öflugri hugsjón en þegar á bjátar og því er nauðsynlegt að öflugur jafnaðarmannaflokkur og virk ungliðahreyfing sé til staðar. Vilji Ungra jafnaðarmanna stendur jafnframt til aukins samstarfs þeirra stjórnmálahreyfinga sem beita sér gegn sérhagsmunavaldi. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn telja það með eindæmum að mögulegt sé að standa fyrir jafn mikilli afturför á jafn skömmum tíma og ný ríkisstjórn Íslands hafi staðið fyrir. Þetta segir í stjórnmálaályktum sem samtökin samþykktu á landsþingi sínu um helgina, sem haldið var undir yfirskriftinni ,,Auðjöfradekur eða ungt fólk”. Ungu Jafnaðarmennirnir segja að með þeim orðum sé ekki einungis horft til aðgerða hennar í þágu hinna fáu, heldur einnig þess orðbragðs og þess vinnulags sem ríkisstjórnin hafi viðhaft á skömmum starfstíma. Einangrunarhyggja í alþjóðamálum í bland við ónýta efnahagsstefnu valdi því að Ungir jafnaðarmenn telji þörf á kröftugu andsvari þeirra sem styðja áframhaldandi stöðugar endurbætur, velferðarríki og fjölmenningarsamfélag í anda ríkisstjórnar jafnaðarmanna. Stefán Rafn Sigurbjörnsson situr áfram sem formaður en í framkvæmdastjórn UJ sitja Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Gunnar Hörður Garðarsson, Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, Hafsteinn Einarsson, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson og Rósanna Andrésdóttir. Ályktunin öll er svohljóðandi:Ungir jafnaðarmenn telja það með eindæmum að mögulegt sé að standa fyrir jafn mikilli afturför á jafn skömmum tíma og ný ríkisstjórn Íslands hefur staðið fyrir. Er þar ekki einungis horft til aðgerða hennar í þágu hinna fáu, heldur einnig þess orðbragðs og þess vinnulags sem ríkisstjórnin hefur viðhaft á skömmum starfstíma. Einangrunarhyggja í alþjóðamálum í bland við ónýta efnahagsstefnu veldur því að Ungir jafnaðarmenn telja þörf á kröftugu andsvari þeirra sem styðja áframhaldandi stöðugar endurbætur, velferðarríki og fjölmenningarsamfélag í anda ríkisstjórnar jafnaðarmanna.Kosningaúrslit vorsins voru Ungum jafnaðarmönnum veruleg vonbrigðum, þar sem hafnað var ábyrgri stefnu Samfylkingarinnar og verulegur árangur þáverandi ríkisstjórnar, sérstaklega í efnahagsmálum fékk umfjöllun sem skyldi. Þess í stað komust til valda stjórnmálaflokkar sem ekki verður annað séð en að hafi logið sig til valda með óraunhæfum og innistæðulausum loforðum í kosningabaráttunni. Hefur það enda komið á daginn að innihald, upphæðir og tímasetningar efnda hafa gerbreyst á þeim fáu mánuðum sem liðnar eru frá kosningabaráttunni. Ungir jafnaðarmenn hafna stjórnmálum óheiðarleikans og telja ábyrgð stjórnmálamanna sem leggja stund á þau vera slíka að þeim er ekki vært í valdastólum.Vonbrigði Ungra jafnaðarmanna birtast einna helst í eftirfarandi málum. Annars vegar hinni óréttlátu og óútfærðu almennu skuldaniðurfellingu. Við teljum algerlega óboðlegt að hinu opinbera sé beitt til þess að hygla stóreignafólki á kostnað ungs fólks, sérstaklega þegar sú aðgerð felur í sér mörg hundruð milljarða króna útgjöld ríkisins á sama tíma og velferðarkerfið er alvarlega fjársvelt og ríkið situr í skuldasúpu Hins vegar í ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin önnur en ábyrgðarlausar yfirlýsingar utanríkisráðherra. Brýna Ungir jafnaðarmenn fyrir núverandi ríkisstjórn að kynna sér grunnreglur þingræðisins. Þá er ítrekuð krafa Ungra jafnaðarmanna um að fullkláraður samningur verði lagður í dóm íslensku þjóðarinnar.Ungir jafnaðarmenn harma jafnframt hvernig fór fyrir nýrri stjórnarskrá í lok síðasta kjörtímabils. Ungir jafnaðarmenn standa ennþá við þá stefnu að Íslandi þurfi nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Við krefjumst þess að okkar fulltrúar haldi lífi í málinu og virði ekki kosningaloforð okkar um nýja stjórnarskrá að vettugi heldur fari eftir þeim vilja þjóðarinnar sem birtist skýrt í niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012.Ungir jafnaðarmenn líta til framtíðar og ætla að taka þátt í uppbygginarstarfi Samfylkingarinnar. Aldrei er meiri þörf á öflugri hugsjón en þegar á bjátar og því er nauðsynlegt að öflugur jafnaðarmannaflokkur og virk ungliðahreyfing sé til staðar. Vilji Ungra jafnaðarmanna stendur jafnframt til aukins samstarfs þeirra stjórnmálahreyfinga sem beita sér gegn sérhagsmunavaldi.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira