Innlent

Notar andlit Inga til að komast í kynni við ungar stúlkur

Elimar Hauksson skrifar
Ingi segir það óþægilega tilfinningu að vita af þessum síðum og hefur ekki hugmynd um hver stendur að baki þeim.
Ingi segir það óþægilega tilfinningu að vita af þessum síðum og hefur ekki hugmynd um hver stendur að baki þeim.
Ingi Guðni Garðarsson hefur ekki hugmynd um hvaða óprúttni aðili notar mynd af honum á Facebook síðu sinni. Ingi frétti af síðunni þegar notandi hennar setti sig í samband við tólf ára stúlku sem kærasta hans kannast við.

Ingi sá að gömul andlitsmynd af honum var notuð á Facebook síðunni og í kjölfarið ákvað hann að skoða málið betur. Hann sá að einstaklingurinn var með um það bil 50 vini á Facebook, allt stúlkur og einhverjar litu út fyrir að vera töluvert ungar.

„Þessi stelpa er 12 ára gömul. Hún rakst í einhvern like hnapp á síðu sem heitir hotalicious. Hún fékk ansi gróf komment til baka frá honum og hann var mjög áhugasamur um að hitta þessa 12 ára stúlku,“ segir Ingi.

Ingi sagði myndirnar sem aðilinn notaðist við ekki vera af hans Facebook síðu og það væri ekki hægt að finna þær á netinu í dag.

„Ég komst að því að það voru 2 prófílar í gangi undir nafninu Raggi Guðmunds með andlitsmyndum af mér. Þetta eru einhverjar gamlar myndir af mér, sem eru ekki af mínu Facebook. Þetta er í gegnum gamla bloggsíðu sem er búið að leggja niður í dag, þannig að hann hefur líklega náð í þær fyrir einhverju síðan,“ segir Ingi og bætir við að það sé óþægileg tilfinning að vita af þessari síðu.

„Ég vil ekki vera að labba í kringlunni og fólk þekki mig fyrir þetta, maður vill alveg hreinsa þennan stimpil af sér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×