Innlent

Kona handtekin fyrir að kýla dyravörð

Mynd úr safni
Mynd úr safni Mynd/Anton Brink
Kona um þrítugt var handtekin á skemmtistað í Hafnarfirði á tólfta tímanum í gær eftir að hún kýldi dyravörð með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á vanga.

Að sögn lögreglu var konan mjög æst þegar lögreglumenn komu á vettvang, og var hún því vistuð í fangaklefa.

Ekki er vitað hvað konunni gekk til, en hún mun væntanlega svara fyrir það þegar hún verður yfirheyrð síðar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×